Körfubolti

Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson og Pálína Gunnlaugsdóttir stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Domino's deildirnar í körfubolta.
Kjartan Atli Kjartansson og Pálína Gunnlaugsdóttir stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Domino's deildirnar í körfubolta. vísir/vilhelm

Stöð 2 Sport eykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar í körfubolta í vetur.

Venjulega verða þrír umfjöllunarþættir um deildirnar í hverri viku auk fjögurra leikja í beinni útsendingu. Í raun bætast því tveir þættir við frá síðustu árum.

Domino's Körfuboltakvöld verður á sínum stað á föstudagskvöldum eins og það hefur verið síðan 2015. Við bætast Domino's Körfuboltakvöld kvenna og Domino's Tilþrifin á fimmtudögum.

Kjartan Atli Kjartansson stýrir Domino's Körfuboltakvöldi og Domino's Tilþrifunum og þau Pálína Gunnlaugsdóttir skipast á að stýra Domino's Körfuboltakvöldi kvenna.

Í venjulegri viku verður einn leikur í Domino's deild kvenna sýndur beint á miðvikudögum. Á fimmtudögum verður Domino's Körfukvöld kvenna í beinni útsendingu. Þar á eftir koma tveir leikir í Domino's deild karla og að lokum Domino's Tilþrifin.

Einn leikur í Domino's deild karla verður sýndur beint á föstudagskvöldum og hefst upphitun hálftíma fyrir hann. Að honum loknum er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldi.

Einnig verður sýnt frá völdum leikjum í 1. deildum karla og kvenna og frá úrslitahelgi yngri flokka á Stöð 2 Sport í vetur.

Dagskrá vikunnar

Miðvikudagur 30. sept (Stöð 2 Sport)

  • 19:05 Breiðablik - Fjölnir, Domino's deild kvenna

Fimmtudagur 1. okt (Stöð 2 Sport 3)

  • 17:30 Domino's Körfuboltakvöld kvenna
  • 18:20 Höttur - Grindavík, Domino's deild karla
  • 20:10 KR - Njarðvík, Domino's deild karla
  • 22:10 Domino's Tilþrifin

Föstudagur 2. okt (Stöð 2 Sport)

  • 19:30 Stjarnan - Valur, Domino's deild karla
  • 22:00 Domino's Körfuboltakvöld



Fleiri fréttir

Sjá meira


×