Lítill hluti þjóða beitir sér í þágu kvenna á tímum farsóttarinnar Heimsljós 29. september 2020 11:01 UNDP Bangladesh/Fahad Kaizer Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, samkvæmt greiningu tveggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Margar þjóðir hafa brugðist konum og stúlkum í ljósi aukins heimilisofbeldis, segir í frétt frá stofnunum. „COVID-19 faraldurinn bitnar hastarlega á konum sem fórnarlömbum heimilisofbeldis þar sem þær eru lokaðar inni á heimilum með gerendum, þær sinna ólaunuðum umönnunarstörfum innan fjölskyldna og í samfélaginu, og úti á vinnumarkaðinum skortir þær félagslega vernd,“ segir Pmuzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women. Stofnanirnar hafa sett upp sérstakt greiningartól – COVID-19 Global Gender Response Tracker – til að fylgjast með því hvernig stjórnvöld í 206 löndum bregðast við til verndar konum og stúlkum á tímum farsóttarinnar, gagnvart auknu heimilisofbeldi, ólaunuðum umönnunarstörfum og til að bæta fjárhagslegt öryggi kvenna. Eitt af hverjum fimm ríkjum hafði ekki gripið til neinna aðgerða á fyrrnefndum þremur sviðum og aðeins 12% ríkja höfðu gripið til aðgerða á þeim öllum. Tekjuhærri þjóðir voru líklegri en þær tekjulægri að hafa innleitt aðgerðir, 93% Evrópuþjóða en aðeins 63% Afríkuþjóða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, samkvæmt greiningu tveggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Margar þjóðir hafa brugðist konum og stúlkum í ljósi aukins heimilisofbeldis, segir í frétt frá stofnunum. „COVID-19 faraldurinn bitnar hastarlega á konum sem fórnarlömbum heimilisofbeldis þar sem þær eru lokaðar inni á heimilum með gerendum, þær sinna ólaunuðum umönnunarstörfum innan fjölskyldna og í samfélaginu, og úti á vinnumarkaðinum skortir þær félagslega vernd,“ segir Pmuzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women. Stofnanirnar hafa sett upp sérstakt greiningartól – COVID-19 Global Gender Response Tracker – til að fylgjast með því hvernig stjórnvöld í 206 löndum bregðast við til verndar konum og stúlkum á tímum farsóttarinnar, gagnvart auknu heimilisofbeldi, ólaunuðum umönnunarstörfum og til að bæta fjárhagslegt öryggi kvenna. Eitt af hverjum fimm ríkjum hafði ekki gripið til neinna aðgerða á fyrrnefndum þremur sviðum og aðeins 12% ríkja höfðu gripið til aðgerða á þeim öllum. Tekjuhærri þjóðir voru líklegri en þær tekjulægri að hafa innleitt aðgerðir, 93% Evrópuþjóða en aðeins 63% Afríkuþjóða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent