Heimurinn er að breytast – neytendur vilja val um annað en plast Plastlaus september 30. september 2020 08:49 Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándin hlaut Bláskelina í ár. Hún flytur erindin á málþinginu Frá upphafi til enda. Helga Hauksdóttir skipuleggur málþingið sem hefst klukkan 17 í dag. Vilhelm Frá upphafi til enda er yfirskrift málþings sem bindur endahnútinn á Plastlausan september þetta árið. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal málþinginu verður streymt á Vísi. Fjallað verður um virðiskeðju vöru allt frá framleiðanda til neytenda og loks endurvinnslu og verða örerindi flutt af fulltrúum allra þessara liða. Hlutu Bláskelina fyrir hringrásarkerfi með gler Þóra Þórisdóttir, einn eigenda Matarbúðarinnar Nándin flytur erindi á málþinginu en hún hlaut á dögunum Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Í versluninni eru allar matvörur í umhvrfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum.Vilhelm „Við erum að byggja upp plastlausa Matarbúð hér á horninu á Austurgötu í Hafnarfirði. Við seljum allar helstu matvörur í glerflöskum og -krukkum og eins seljum við kjötvöru og fisk í sérstökum vakúm-pokum sem vottað er að brotna niður í heima-moltu. Við notum moltuvænt sellófan og matvælabréf utan um grænmeti og ávexti og reynum að finna nýjar leiðir til að auka endingartíma matvælanna,“ útskýrir Þóra. Verðlaunin fengu þau fyrir hringrásarkerfi glerumbúða í versluninni og endurnýtingu þeirra. „Allt gler sem við seljum geta viðskiptavinir skilað aftur til okkar, við þvoum það og sótthreinsum og komum því aftur í notkun. Við erum að setja upp sérhannaða þvottastöð í framleiðslustöðinni okkar á Básvegi í Keflavík þar sem við áætlum að opna aðra plastlausa verslun í október. Viðskiptavinir okkar hafa verið alveg frábærir og duglegir að skila notuðu gleri aftur í hringrásina.“ Neytendur verða að eiga kost á að velja annað en plast segir Þóra.Vilhelm Verðum að geta valið annað en plast Þóra segir plast fyrirferðamikið efni í allri matvælaframleiðslu og pökkun og ekki einfalt að skipta því út. Einhversstaðar þurfi þó að byrja og gefa neytendum kost á að hafa val. „Við neytendur fáum stöðugt að heyra að það séum við sem fyllum höfin af plasti en svo er hvergi hægt að kaupa almennar matvörur nema í plasti. Þetta getur verið flókið, það er ástæða fyrir því að plast er notað til dæmis til að pakka ávöxtum og grænmeti, plastið heldur ferskleikanum lengur og það virðist ódýrara og einfaldara að nota plast. Hins vegar er heimurinn að breytast og ýmislegt sem ekki var hægt að gera fyrir nokkrum árum er orðið mögulegt í dag. Það er verið að búa til lausnir. Að okkar mati eru tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum öll að hætta að nota plast, annars vegar út af umhverfinu og hafinu og hins vegar út af heilsufarsástæðum. Það er búið að sýna fram á það að plast af flestöllum gerðum lekur efnum frá sér við ákveðnar aðstæður. Með því að bjóða sjálfum okkur og neytendum upp á raunverulegan valmöguleika að versla plastlausar ferskar matvörur tökum við fyrsta skrefið í átt að breytingum,“ segir Þóra. Vilhelm Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan. Umhverfismál Viðskipti Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Frá upphafi til enda er yfirskrift málþings sem bindur endahnútinn á Plastlausan september þetta árið. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal málþinginu verður streymt á Vísi. Fjallað verður um virðiskeðju vöru allt frá framleiðanda til neytenda og loks endurvinnslu og verða örerindi flutt af fulltrúum allra þessara liða. Hlutu Bláskelina fyrir hringrásarkerfi með gler Þóra Þórisdóttir, einn eigenda Matarbúðarinnar Nándin flytur erindi á málþinginu en hún hlaut á dögunum Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Í versluninni eru allar matvörur í umhvrfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum.Vilhelm „Við erum að byggja upp plastlausa Matarbúð hér á horninu á Austurgötu í Hafnarfirði. Við seljum allar helstu matvörur í glerflöskum og -krukkum og eins seljum við kjötvöru og fisk í sérstökum vakúm-pokum sem vottað er að brotna niður í heima-moltu. Við notum moltuvænt sellófan og matvælabréf utan um grænmeti og ávexti og reynum að finna nýjar leiðir til að auka endingartíma matvælanna,“ útskýrir Þóra. Verðlaunin fengu þau fyrir hringrásarkerfi glerumbúða í versluninni og endurnýtingu þeirra. „Allt gler sem við seljum geta viðskiptavinir skilað aftur til okkar, við þvoum það og sótthreinsum og komum því aftur í notkun. Við erum að setja upp sérhannaða þvottastöð í framleiðslustöðinni okkar á Básvegi í Keflavík þar sem við áætlum að opna aðra plastlausa verslun í október. Viðskiptavinir okkar hafa verið alveg frábærir og duglegir að skila notuðu gleri aftur í hringrásina.“ Neytendur verða að eiga kost á að velja annað en plast segir Þóra.Vilhelm Verðum að geta valið annað en plast Þóra segir plast fyrirferðamikið efni í allri matvælaframleiðslu og pökkun og ekki einfalt að skipta því út. Einhversstaðar þurfi þó að byrja og gefa neytendum kost á að hafa val. „Við neytendur fáum stöðugt að heyra að það séum við sem fyllum höfin af plasti en svo er hvergi hægt að kaupa almennar matvörur nema í plasti. Þetta getur verið flókið, það er ástæða fyrir því að plast er notað til dæmis til að pakka ávöxtum og grænmeti, plastið heldur ferskleikanum lengur og það virðist ódýrara og einfaldara að nota plast. Hins vegar er heimurinn að breytast og ýmislegt sem ekki var hægt að gera fyrir nokkrum árum er orðið mögulegt í dag. Það er verið að búa til lausnir. Að okkar mati eru tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum öll að hætta að nota plast, annars vegar út af umhverfinu og hafinu og hins vegar út af heilsufarsástæðum. Það er búið að sýna fram á það að plast af flestöllum gerðum lekur efnum frá sér við ákveðnar aðstæður. Með því að bjóða sjálfum okkur og neytendum upp á raunverulegan valmöguleika að versla plastlausar ferskar matvörur tökum við fyrsta skrefið í átt að breytingum,“ segir Þóra. Vilhelm Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan.
Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan.
Umhverfismál Viðskipti Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira