Heimurinn er að breytast – neytendur vilja val um annað en plast Plastlaus september 30. september 2020 08:49 Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándin hlaut Bláskelina í ár. Hún flytur erindin á málþinginu Frá upphafi til enda. Helga Hauksdóttir skipuleggur málþingið sem hefst klukkan 17 í dag. Vilhelm Frá upphafi til enda er yfirskrift málþings sem bindur endahnútinn á Plastlausan september þetta árið. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal málþinginu verður streymt á Vísi. Fjallað verður um virðiskeðju vöru allt frá framleiðanda til neytenda og loks endurvinnslu og verða örerindi flutt af fulltrúum allra þessara liða. Hlutu Bláskelina fyrir hringrásarkerfi með gler Þóra Þórisdóttir, einn eigenda Matarbúðarinnar Nándin flytur erindi á málþinginu en hún hlaut á dögunum Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Í versluninni eru allar matvörur í umhvrfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum.Vilhelm „Við erum að byggja upp plastlausa Matarbúð hér á horninu á Austurgötu í Hafnarfirði. Við seljum allar helstu matvörur í glerflöskum og -krukkum og eins seljum við kjötvöru og fisk í sérstökum vakúm-pokum sem vottað er að brotna niður í heima-moltu. Við notum moltuvænt sellófan og matvælabréf utan um grænmeti og ávexti og reynum að finna nýjar leiðir til að auka endingartíma matvælanna,“ útskýrir Þóra. Verðlaunin fengu þau fyrir hringrásarkerfi glerumbúða í versluninni og endurnýtingu þeirra. „Allt gler sem við seljum geta viðskiptavinir skilað aftur til okkar, við þvoum það og sótthreinsum og komum því aftur í notkun. Við erum að setja upp sérhannaða þvottastöð í framleiðslustöðinni okkar á Básvegi í Keflavík þar sem við áætlum að opna aðra plastlausa verslun í október. Viðskiptavinir okkar hafa verið alveg frábærir og duglegir að skila notuðu gleri aftur í hringrásina.“ Neytendur verða að eiga kost á að velja annað en plast segir Þóra.Vilhelm Verðum að geta valið annað en plast Þóra segir plast fyrirferðamikið efni í allri matvælaframleiðslu og pökkun og ekki einfalt að skipta því út. Einhversstaðar þurfi þó að byrja og gefa neytendum kost á að hafa val. „Við neytendur fáum stöðugt að heyra að það séum við sem fyllum höfin af plasti en svo er hvergi hægt að kaupa almennar matvörur nema í plasti. Þetta getur verið flókið, það er ástæða fyrir því að plast er notað til dæmis til að pakka ávöxtum og grænmeti, plastið heldur ferskleikanum lengur og það virðist ódýrara og einfaldara að nota plast. Hins vegar er heimurinn að breytast og ýmislegt sem ekki var hægt að gera fyrir nokkrum árum er orðið mögulegt í dag. Það er verið að búa til lausnir. Að okkar mati eru tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum öll að hætta að nota plast, annars vegar út af umhverfinu og hafinu og hins vegar út af heilsufarsástæðum. Það er búið að sýna fram á það að plast af flestöllum gerðum lekur efnum frá sér við ákveðnar aðstæður. Með því að bjóða sjálfum okkur og neytendum upp á raunverulegan valmöguleika að versla plastlausar ferskar matvörur tökum við fyrsta skrefið í átt að breytingum,“ segir Þóra. Vilhelm Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan. Umhverfismál Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Sjá meira
Frá upphafi til enda er yfirskrift málþings sem bindur endahnútinn á Plastlausan september þetta árið. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal málþinginu verður streymt á Vísi. Fjallað verður um virðiskeðju vöru allt frá framleiðanda til neytenda og loks endurvinnslu og verða örerindi flutt af fulltrúum allra þessara liða. Hlutu Bláskelina fyrir hringrásarkerfi með gler Þóra Þórisdóttir, einn eigenda Matarbúðarinnar Nándin flytur erindi á málþinginu en hún hlaut á dögunum Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Í versluninni eru allar matvörur í umhvrfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum.Vilhelm „Við erum að byggja upp plastlausa Matarbúð hér á horninu á Austurgötu í Hafnarfirði. Við seljum allar helstu matvörur í glerflöskum og -krukkum og eins seljum við kjötvöru og fisk í sérstökum vakúm-pokum sem vottað er að brotna niður í heima-moltu. Við notum moltuvænt sellófan og matvælabréf utan um grænmeti og ávexti og reynum að finna nýjar leiðir til að auka endingartíma matvælanna,“ útskýrir Þóra. Verðlaunin fengu þau fyrir hringrásarkerfi glerumbúða í versluninni og endurnýtingu þeirra. „Allt gler sem við seljum geta viðskiptavinir skilað aftur til okkar, við þvoum það og sótthreinsum og komum því aftur í notkun. Við erum að setja upp sérhannaða þvottastöð í framleiðslustöðinni okkar á Básvegi í Keflavík þar sem við áætlum að opna aðra plastlausa verslun í október. Viðskiptavinir okkar hafa verið alveg frábærir og duglegir að skila notuðu gleri aftur í hringrásina.“ Neytendur verða að eiga kost á að velja annað en plast segir Þóra.Vilhelm Verðum að geta valið annað en plast Þóra segir plast fyrirferðamikið efni í allri matvælaframleiðslu og pökkun og ekki einfalt að skipta því út. Einhversstaðar þurfi þó að byrja og gefa neytendum kost á að hafa val. „Við neytendur fáum stöðugt að heyra að það séum við sem fyllum höfin af plasti en svo er hvergi hægt að kaupa almennar matvörur nema í plasti. Þetta getur verið flókið, það er ástæða fyrir því að plast er notað til dæmis til að pakka ávöxtum og grænmeti, plastið heldur ferskleikanum lengur og það virðist ódýrara og einfaldara að nota plast. Hins vegar er heimurinn að breytast og ýmislegt sem ekki var hægt að gera fyrir nokkrum árum er orðið mögulegt í dag. Það er verið að búa til lausnir. Að okkar mati eru tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum öll að hætta að nota plast, annars vegar út af umhverfinu og hafinu og hins vegar út af heilsufarsástæðum. Það er búið að sýna fram á það að plast af flestöllum gerðum lekur efnum frá sér við ákveðnar aðstæður. Með því að bjóða sjálfum okkur og neytendum upp á raunverulegan valmöguleika að versla plastlausar ferskar matvörur tökum við fyrsta skrefið í átt að breytingum,“ segir Þóra. Vilhelm Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan.
Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan.
Umhverfismál Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fleiri fréttir Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Sjá meira