Lífið

Dan Brown naut sín á Trölla­skaga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bækur eftir Brown hafa selst í meira en 200 milljónum eintaka á 57 tungumálum.
Bækur eftir Brown hafa selst í meira en 200 milljónum eintaka á 57 tungumálum. Horacio Villalobos - Corbis/Corbis via Getty

Bandaríski metsölurithöfundurinn Dan Brown naut lífsins á Íslandi í sumar en það sést glögglega á færslum sem birst hafa á Facebook-síðu hans undanfarna daga.

Á síðu Brown hafa meðal annars birst myndir frá Síldarminjasafninu á Siglufirði og göngu hans á Tröllaskaga. Eins birtir hann mynd af „umferðarteppu utan við Siglufjörð,“ eins og hann orðar það sjálfur. Myndin er af geitum sem urðu á vegi hans.

Dan Brown er hvað þekktastur fyrir bókaröð sína um listasögu- og táknfræðiprófessorinn Robert Langdon. Á þremur bókanna úr þeirri röð, Da Vinci Code, Angels & Demons og Inferno, hafa verið byggðar kvikmyndir þar sem Tom Hanks fer með hlutverk Langdons.

Hér að neðan má sjá færslur úr Íslandsferð Brown.

Fréttin var uppfærð eftir að í ljós kom að myndirnar voru frá því fyrr í sumar en ekki frá síðustu dögum.

Greetings from Troll Peninsula

Posted by Dan Brown on Monday, 28 September 2020

I just hit a traffic jam outside of Siglufjordur.

Posted by Dan Brown on Sunday, 27 September 2020

Who knows the name of the museum I'm visiting?

Posted by Dan Brown on Friday, 25 September 2020

Visiting Ari Thor's Siglufjordur with my friend, the brilliant Dan Brown.

Posted by Ragnar Jonasson on Monday, 28 September 2020





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.