Innlent

Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þrír íbúar Eirar eru nú smitaðir af kórónuveirunni.
Þrír íbúar Eirar eru nú smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm

Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. Þrír íbúar á Eir eru þar með smitaðir af veirunni. Hjúkrunarheimilinu hefur vegna þessa verið lokað fyrir heimsóknum gesta til þriðjudagsins 6. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eir.

Íbúarnir eru búsettir á 2. hæð suður í A-húsi Eirar, líkt og fyrsti íbúinn sem greindist með veiruna. Báðir íbúarnir sem greindust í gær voru í sóttkví.

Sérstök Covid-deild hefur verið sett á laggirnar innanhúss á Eir og munu íbúarnir flytja þangað. Aðstandendum hefur öllum verið tilkynnt um aðstæður, að því er segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×