Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. september 2020 09:52 Sumum finnst erfitt að upplýsa um atvinnuleysi í atvinnuleit Vísir/Getty Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk er atvinnulaust um tíma. Stundum á atvinnuleysið við líðandi stundu en stundum á það við um tíma fyrir einhverjum misserum eða árum síðan. Spurningin er: Hvernig er best að segja frá þessu tímabili í ferilskránni og er yfir höfuð rétt að vera að tilgreina atvinnuleysið sérstaklega? Þumalputtareglan er að segja alltaf satt og rétt frá því annað gæti komið í bakið á manni. Hér eru samt nokkur ráð til að draga úr ásýnd atvinnuleysis á ferilskránni sjálfri. 1. Að nota ártöl Þegar sótt er um störf í gegnum vefsíður þarf að skrá upphafsdagsetningu og lokadagsetningu fyrri starfa. Eins má alveg gera ráð fyrir að í atvinnuviðtölum séu umsækjendur spurðir um það hvenær viðkomandi byrjaði eða hætti í tilteknu starfi. Í þessum tilfellum þýðir ekkert annað en að segja bara satt og rétt frá því það er engin skömm að því þótt fólk fari í gegnum atvinnuleysi um tíma. Hins vegar er ágætis ráð að skrá ártöl á ferilskránna sjálfa, frekar en mánuð og ártöl. Þetta á þá við um störf fyrri ára. Dæmi: 2017-2019 Verslunarstjóri hjá X í stað Maí 2017 til ágúst 2019: Verslunarstjóri hjá X Ártölin geta þannig dregið úr því hversu áberandi það er ef nokkrir mánuðir líða síðan á milli starfa. Þessi leið snýst þó ekki um að reyna að fela eða fegra neitt, heldur frekar að upplýsa bara um upphaf og starfslokartíma í viðtölum. 2. Framsetningin Þá skiptir framsetning ferilskráarinnar máli. Til dæmis að nota ekki feitletrun eða stærri letur í upplýsingum um starfstímabil ef eyða er í ferilskrá vegna atvinnuleysis. Velja frekar að hafa aðrar upplýsingar meira áberandi, t.d. stöðuheitið eða starfslýsinguna sjálfa. Hér er gott að þreifa sig áfram og sjá hvaða framsetning kemur vel út enda á að leggja góða vinnu í allar ferilskrár. 3. Starfsaldur og reynsla Síðan skiptir það líka máli á hvaða aldri maður er og yfir hversu langt tímabil ferilskráin nær. Fyrir fólk á miðjum aldri eða eldra þarf ekkert endilega að fylla út ártölin þannig að þau séu öll samliggjandi. Reynsla og fyrri störf hafa meiri vægi og það að sjá eyðu myndast á milli starfa aftur í tímann þarf ekkert að vera neitt feimnismál. 4. Önnur reynsla, námskeið og fleira Síðan er um að gera að fylla út upplýsingar sem sýna hvað þú hefur nýtt tímann í á tímabili atvinnuleysis. Námskeið, félagsstarf, nám? Mögulega er eitthvað sem þú gerðir eða lærðir sérstaklega sem gæti nýst næsta vinnuveitanda vel. Þá er gott að tilgreina stjórnarsetu, nefndarsetu og annað sem þú hefur reynslu af. 5. Útskýringar í atvinnuviðtali Sumum finnst vandræðalegt að þurfa að útskýra tímabil atvinnuleysis í atvinnuviðtölum. Hér er mælt með því að æfa sig. Vera skýr, hreinn og beinn í svörum og gefa réttar upplýsingar án mikilla orðalenginga. Gott er að undirbúa svarið sitt og helst að æfa sig þannig að þú farir ekki ósjálfrátt að hika eða tafsa í viðtalinu sjálfu. 6. Hverjir eru styrkleikarnir þínir? Loks eru það styrkleikarnir þínir. Hverjir eru þeir og er ferilskráin alveg örugglega að endurspegla þessa styrkleika vel? Því í raun eru það styrkleikarnir þínir, reynslan og hæfnin þín sem skiptir næsta vinnuveitanda mesta máli, ekki hvort þú hafir verið án atvinnu í einhvern tíma. Stundum förum við ósjálfrátt í of mikla vörn sjálf vegna þess að við höldum að allir séu að velta sér uppúr einhverri stöðu hjá okkur eins og atvinnuleysi. Hið rétta er að það á sjaldnast við. Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk er atvinnulaust um tíma. Stundum á atvinnuleysið við líðandi stundu en stundum á það við um tíma fyrir einhverjum misserum eða árum síðan. Spurningin er: Hvernig er best að segja frá þessu tímabili í ferilskránni og er yfir höfuð rétt að vera að tilgreina atvinnuleysið sérstaklega? Þumalputtareglan er að segja alltaf satt og rétt frá því annað gæti komið í bakið á manni. Hér eru samt nokkur ráð til að draga úr ásýnd atvinnuleysis á ferilskránni sjálfri. 1. Að nota ártöl Þegar sótt er um störf í gegnum vefsíður þarf að skrá upphafsdagsetningu og lokadagsetningu fyrri starfa. Eins má alveg gera ráð fyrir að í atvinnuviðtölum séu umsækjendur spurðir um það hvenær viðkomandi byrjaði eða hætti í tilteknu starfi. Í þessum tilfellum þýðir ekkert annað en að segja bara satt og rétt frá því það er engin skömm að því þótt fólk fari í gegnum atvinnuleysi um tíma. Hins vegar er ágætis ráð að skrá ártöl á ferilskránna sjálfa, frekar en mánuð og ártöl. Þetta á þá við um störf fyrri ára. Dæmi: 2017-2019 Verslunarstjóri hjá X í stað Maí 2017 til ágúst 2019: Verslunarstjóri hjá X Ártölin geta þannig dregið úr því hversu áberandi það er ef nokkrir mánuðir líða síðan á milli starfa. Þessi leið snýst þó ekki um að reyna að fela eða fegra neitt, heldur frekar að upplýsa bara um upphaf og starfslokartíma í viðtölum. 2. Framsetningin Þá skiptir framsetning ferilskráarinnar máli. Til dæmis að nota ekki feitletrun eða stærri letur í upplýsingum um starfstímabil ef eyða er í ferilskrá vegna atvinnuleysis. Velja frekar að hafa aðrar upplýsingar meira áberandi, t.d. stöðuheitið eða starfslýsinguna sjálfa. Hér er gott að þreifa sig áfram og sjá hvaða framsetning kemur vel út enda á að leggja góða vinnu í allar ferilskrár. 3. Starfsaldur og reynsla Síðan skiptir það líka máli á hvaða aldri maður er og yfir hversu langt tímabil ferilskráin nær. Fyrir fólk á miðjum aldri eða eldra þarf ekkert endilega að fylla út ártölin þannig að þau séu öll samliggjandi. Reynsla og fyrri störf hafa meiri vægi og það að sjá eyðu myndast á milli starfa aftur í tímann þarf ekkert að vera neitt feimnismál. 4. Önnur reynsla, námskeið og fleira Síðan er um að gera að fylla út upplýsingar sem sýna hvað þú hefur nýtt tímann í á tímabili atvinnuleysis. Námskeið, félagsstarf, nám? Mögulega er eitthvað sem þú gerðir eða lærðir sérstaklega sem gæti nýst næsta vinnuveitanda vel. Þá er gott að tilgreina stjórnarsetu, nefndarsetu og annað sem þú hefur reynslu af. 5. Útskýringar í atvinnuviðtali Sumum finnst vandræðalegt að þurfa að útskýra tímabil atvinnuleysis í atvinnuviðtölum. Hér er mælt með því að æfa sig. Vera skýr, hreinn og beinn í svörum og gefa réttar upplýsingar án mikilla orðalenginga. Gott er að undirbúa svarið sitt og helst að æfa sig þannig að þú farir ekki ósjálfrátt að hika eða tafsa í viðtalinu sjálfu. 6. Hverjir eru styrkleikarnir þínir? Loks eru það styrkleikarnir þínir. Hverjir eru þeir og er ferilskráin alveg örugglega að endurspegla þessa styrkleika vel? Því í raun eru það styrkleikarnir þínir, reynslan og hæfnin þín sem skiptir næsta vinnuveitanda mesta máli, ekki hvort þú hafir verið án atvinnu í einhvern tíma. Stundum förum við ósjálfrátt í of mikla vörn sjálf vegna þess að við höldum að allir séu að velta sér uppúr einhverri stöðu hjá okkur eins og atvinnuleysi. Hið rétta er að það á sjaldnast við.
Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00
Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00