Hlynur Bærings: Bara „glorified“ æfingaleikur Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 27. september 2020 22:32 Hlynur Bæringsson vísir/vilhelm Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði og fyrirliði Stjörnunnar, var sáttur með sigur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld gegn Grindavík, 106-86. Leikurinn er yfirleitt kallaður Meistari meistaranna og þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik var niðurstaðan ljós áður en lokafjórðungurinn var byrjaður. “Það var á einhverjum tímapunkti í leiknum sem ég hugsaði ‘Þarna snerist þetta,’” sagði Hlynur þegar hann var spurður hvenær honum hefði fundist þetta vera komið. „Við mölluðum þetta aðeins yfir, allan leikinn. Hægt og rólega,“ sagði hann um hvernig honum hefði þótt liðið taka yfir í leiknum. Þó að lokastaðan hafi verið 20 stiga munur á liðunum þá var staðan nokkuð jöfn í fyrri hálfleik, 56-50. Hlynur sagði að liðið hefði rætt saman í hálfleik hvað þyrfti að batna og farið eftir því. „Þeir tóku of mikið af sóknarfráköstum og við vorum að gefa helling af keyrslum inn í teig. Svo tókum við okkur bara saman í andlitinu,“ sagði hann um frammistöðu sinna manna í leiknum. Í gegnum tíðina hafa menn rætt hvort að þessi leikur sé yfirleitt spennandi og hvort þessi titill, Meistari meistaranna, sé yfir höfuð einhvers virði. Skiptir þessi bikar Hlyn einhverju máli? „Nei, get ekki sagt það, eiginlega bara skemmtilegra að vinna,“ sagði Hlynur og bætti við: „Þetta er eiginlega bara vegsamaður æfingaleikur, ég myndi segja það. Ekki alveg æfingaleikur, en lítið skárri en það.“ Margir ungir leikmenn Stjörnunnar fengu nóg að gera í leiknum, fyrst að leikurinn var ekki spennandi í fjórða leikhluta. „Já, nokkrir sem komu vel inn hjá okkur,“ sagði Hlynur um næstu kynslóð leikmanna, sem sumir gætu verið synir hans. Mirza Sarajlija, nýr erlendur leikmaður Stjörnunnar, er alls ekkert unglamb og sýndi reynsluna í kvöld með því að setja sjö þrista í ellefu tilraunum (63% þriggja stiga nýting). Það getur varla verið leiðinlegt að deila vellinum með mönnum sem eru góðir að skjóta þristum. „Já, hann er mjög góður í því, menn eiga að nýta það sem þeir eru góðir í,“ sagði Hlynur og hafði engar áhyggjur af því að þurfa ekki að skjóta jafn marga þrista og áður. „Hann má skjóta eins mikið og hann vill. Ég þarf ekkert fleiri skot,“ sagði Hlynur léttur áður en hann hélt inn í klefa. Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði og fyrirliði Stjörnunnar, var sáttur með sigur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld gegn Grindavík, 106-86. Leikurinn er yfirleitt kallaður Meistari meistaranna og þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik var niðurstaðan ljós áður en lokafjórðungurinn var byrjaður. “Það var á einhverjum tímapunkti í leiknum sem ég hugsaði ‘Þarna snerist þetta,’” sagði Hlynur þegar hann var spurður hvenær honum hefði fundist þetta vera komið. „Við mölluðum þetta aðeins yfir, allan leikinn. Hægt og rólega,“ sagði hann um hvernig honum hefði þótt liðið taka yfir í leiknum. Þó að lokastaðan hafi verið 20 stiga munur á liðunum þá var staðan nokkuð jöfn í fyrri hálfleik, 56-50. Hlynur sagði að liðið hefði rætt saman í hálfleik hvað þyrfti að batna og farið eftir því. „Þeir tóku of mikið af sóknarfráköstum og við vorum að gefa helling af keyrslum inn í teig. Svo tókum við okkur bara saman í andlitinu,“ sagði hann um frammistöðu sinna manna í leiknum. Í gegnum tíðina hafa menn rætt hvort að þessi leikur sé yfirleitt spennandi og hvort þessi titill, Meistari meistaranna, sé yfir höfuð einhvers virði. Skiptir þessi bikar Hlyn einhverju máli? „Nei, get ekki sagt það, eiginlega bara skemmtilegra að vinna,“ sagði Hlynur og bætti við: „Þetta er eiginlega bara vegsamaður æfingaleikur, ég myndi segja það. Ekki alveg æfingaleikur, en lítið skárri en það.“ Margir ungir leikmenn Stjörnunnar fengu nóg að gera í leiknum, fyrst að leikurinn var ekki spennandi í fjórða leikhluta. „Já, nokkrir sem komu vel inn hjá okkur,“ sagði Hlynur um næstu kynslóð leikmanna, sem sumir gætu verið synir hans. Mirza Sarajlija, nýr erlendur leikmaður Stjörnunnar, er alls ekkert unglamb og sýndi reynsluna í kvöld með því að setja sjö þrista í ellefu tilraunum (63% þriggja stiga nýting). Það getur varla verið leiðinlegt að deila vellinum með mönnum sem eru góðir að skjóta þristum. „Já, hann er mjög góður í því, menn eiga að nýta það sem þeir eru góðir í,“ sagði Hlynur og hafði engar áhyggjur af því að þurfa ekki að skjóta jafn marga þrista og áður. „Hann má skjóta eins mikið og hann vill. Ég þarf ekkert fleiri skot,“ sagði Hlynur léttur áður en hann hélt inn í klefa.
Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum