Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 19:24 Lögreglumenn bera mótmælanda í burtu. EPA-EFE/STR Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45
Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18
Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29