„Við eigum öll að vara okkur á lakkrís“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 22:33 Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir segir lakkrísát ekki æskilegt. Vísir/Getty Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“ Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís. Lakkrís geti haft gríðarlega slæm áhrif á líkamann og líkt og fram kom í fréttum í gær lést bandarískur maður nýlega af völdum óhóflegs lakkrísáts. Greint var frá því í gær að 54 ára gamall byggingarverkamaður í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. Hann hafði borðað einn og hálfan lakkríspoka á dag og ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann fékk skyndilega hjartastopp á skyndibitastað. „Ákveðinn varnarmekanismi fer af stað sem við eigum alls staðar í líkamanum, sérstaklega í hjarta- og æðakerfinu. Æðar dragast saman, vökvi safnast í líkamann, við förum að skila frá okkur óhóflega mikið af kalíum og svo framvegis,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, en hún ræddi áhrif lakkrís á líkamann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Of hár blóðþrýstingur oft vegna lakkrísáts Hún útskýrir að lakkrís hemji ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem brýtur niður hormónið kortisól. Þegar það gerist fari varnarviðbrögð af stað, æðar dragist saman og fleira. Ef hormónið er ekki brotið niður lengist helmingunartími þess og vegna þess að kortisólið sé sykursteði geti það farið að virka sem saltsteði eftir ákveðinn tíma. Þá komi fram þessi neikvæðu áhrif. „Á þann hátt veldur það of háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun og kalíumtapi,“ segir Helga. Hún segist hafa fengið til sín fjölda sjúklinga með of háan blóðþrýsting þar sem sökudólgurinn reyndist vera lakkrís. „Þar gat maður látið sjúklinga hætta að taka mörg blóðþrýstingslyf þegar búið var að komast að niðurstöðunni, með einfaldri spurningu í upphafi viðtals,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að borða lakkrís ekki á hverjum degi og ekki í of miklu magni. Þá sé ekki bara að ræða svartan lakkrís eins og við þekkjum hann heldur ýmsar vörur með lakkrísbragði. „Það eru ekki lakkrísbragðefni heldur lakkrís, vegna þess að það gefur ekkert annað efni lakkrísbragð. Fennel gefur líkt bragð en ekkert annað efni gefur lakkrísbragð. Þess vegna á mann alltaf að gruna að það sé lakkrís í því sem maður er að setja í munninn á sér ef það er lakkrísbragð af því,“ segir Helga. Tilfelli þar sem talið er að lakkrís hafi átt þátt í fósturláti Helga segir alls ekki ráðlagt að konur á meðgöngu eða fólk með of háan blóðþrýsting borði lakkrís. „Við höfum birt eitt slíkt tilfelli þar sem við teljum að lakkrísinn hafi jafnvel átt þátt í fósturláti. Það er þannig að fylgjan hefur ekki mikið af þessu ensími sem að ver okkur, sem sér um að brjóta niður þetta kortisól og þar með er ástæða til að konur á meðgöngu vari sig á lakkrís,“ segir Helga. „Við eigum auðvitað öll að vara okkur á lakkrís og þótt okkur þyki hann góður á maður aldrei að borða lakkrís reglulega og aldrei í miklu magni. Svo er ég búin að sýna fram á það að þeir sem eru með háan blóðþrýsting þeir hækka enn þá meira í blóðþrýsting heldur en þeir sem ekki eru með háan blóðþrýsting ef þeir borða lakkrís.“
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Sælgæti Tengdar fréttir Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49 Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts. 24. september 2020 12:49
Appolólakkrísbitinn er útilegunammið í ár Glænýja sumarnammið frá Góu, Appolólakkrísbitinn er að gera allt vitlaust. Bitarnir rjúka úr hillum verslana og sælgætisverksmmiðjan hefur varla undan að framleiða. 28. maí 2020 10:29