Kallar eftir stefnu sem byggir á mannúð en ekki „ískaldri skilvirkni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2020 17:44 Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli egypsku fjölskyldunnar var dropinn sem fyllti mælinn hjá Rósu Björk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53