Lífið

Sjálf­stæðis­bar­átta, magn­þrungin sögu­stund og pólitísk tog­streita

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin RIFF er farin af stað.
Kvikmyndin RIFF er farin af stað.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett með pompi og prakt í gærkvöldi. Um helgina verða sýndar fjölbreyttar og áhugaverðar kvikmyndir úr flestum flokkum hátíðarinnar í Bíó Paradís og Norræna Húsinu. Frumraun leikstjórans Önnu Hildar Hildibrandsdóttur,Hatrið, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og er uppselt á þá sýningu. Frumraun Stefaníu Thors, Húsmæðraskólinn, verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Aðrar tvær myndir sem hafa vakið athygli eru:

The Fight For Greenland

Kvikmynd um baráttu ungmenna fyrir sjálfstæði Grænlands í leikstjórn Kenneth Sorento. Í myndinni er velt upp hver sé framtíð Grænlands og hvort landið ætti að verða fullvalda ríki. Í myndinni er fylgt eftir fjórum ungum Grænlendingum sem nýta sér frjóar hugmyndir í baráttu sinni m.a. með rapptónlist. Myndin gefur einstaka innsýn í þá umræðu um sjálfstæði, tungumál og sjálfsmynd sem á sér stað í Grænlandi nútímans. Myndin er sýnd í Norræna Húsinu kl 18 í kvöld, 25. september.

Nótt konunganna/Night Of the Kings

Myndin kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum elstu og einni virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt Konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlutverki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. Mögnuð mynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, sýnd í Bíó Paradís í kvöld,24. september kl 22.

Miðasala fer fram á www.riff.is og í Bíó Paradís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.