Gæti orðið frjáls ferða sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2020 12:26 Maðurinn huldi andlit sitt við þingfestingu málsins í morgun. vísir/vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17
Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27
Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00