Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 10:30 A worker works inside a lab at the SinoVac vaccine factory in Beijing on Thursday, Sept. 24, 2020. SinoVac, one of China's pharmaceutical companies behind a leading COVID-19 vaccine candidate says its vaccine will be ready by early 2021 for distribution worldwide, including the U.S. (AP Photo/Ng Han Guan) AP/Ng Han Guan Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn. Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af dauðum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn.
Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af dauðum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira