Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2020 23:43 Alexei Navalní var útskrifaður af sjúkrahúsi í Þýskalandi í gær. AP/Instagram Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. Talskona hans segir það hafa verið gert á meðan hann var í dái og það hafi verið fyrirskipað af dómstóli í Rússlandi. Navalní var útskrifaður af sjúkrahúsi í Þýskalandi í gær þar sem hann hefur verið eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu með taugaeitrinu Novichok. Kira Yarmysh, talskona Navalnís, segir að frystinguna og haldlagninguna megi rekja til málshöfðunar auðjöfursins Yevgeny Prigozhin gegn Navalní. Samkvæmt frétt Moscow Times vann Prigozhin mál gegn Navalní dæmdur til að greiða auðjöfrinum rúma milljón dala. Íbúð Navalní er ekki nærri því að vera svo verðmæt. Navalní má búa í íbúðinni um tíma en hann má ekki selja hana eða gefa hana, samkvæmt talskonu hans. Prigozhin er náinn bandamaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og gengur undir nafninu „kokkur Pútíns“. Hann er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Prigozhin kemur að rekstri málaliðafyrirtækisins Wagner Group sem gerir út málaliða í austurhluta Úkraínu, Sýrlandi, Líbíu og víðar. Hann hefur einnig fjármagnað Internet Research Agency, sem kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Stofnun Navalnís sem vinnur gegn spillingu í Rússlandi sakaði fyrirtæki Prigozhin um að hafa valdið blóðsóttarfaraldri meðal skólabarna í Moskvu. Faraldurinn hefði mátt rekja til máltíða frá fyrirtæki auðjöfursins. Prigozhin sagði nýverið samkvæmt Moscow Times að hann myndi hefna sín á Navalní, ef hann lifði eitrunina af. Ríkisstjórn Þýskalands segir að vísindamenn þar í landi og í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Navalní með nýrri tegund taugaeitursins Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Notkun þess þykir til marks um aðkomu yfirvalda Rússlands að eitruninni. Vesturveldin hafa krafist skýringa frá Kreml en þar segja menn að engar sannanir séu fyrir aðkomu þeirra og hafa jafnvel gefið í skyn að Navalní hafi eitrað fyrir sér sjálfur og gert það fyrir athygli. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Þjóðverjar veiti þeim ekki aðgang að þeim gögnum sem búið er að safna. Eftir að Navalní var útskrifaður í gær sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, að stjórnarandstæðingnum væri frjáls að snúa aftur til Rússlands þegar hann vildi og óskaði honum bata. Aðstandendur Navalní segja að hann muni snúa aftur til Rússlands. Ekkert annað komi til greina. Hann þurfi þó enn sem komið er að sækja læknaþjónustu í Þýskalandi. Forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) neituðu í dag að rannsaka fregnir af því að útsendarar stofnunarinnar hafi verið að elta Navalní þegar hann varð veikur í Síberíu. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. Talskona hans segir það hafa verið gert á meðan hann var í dái og það hafi verið fyrirskipað af dómstóli í Rússlandi. Navalní var útskrifaður af sjúkrahúsi í Þýskalandi í gær þar sem hann hefur verið eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu með taugaeitrinu Novichok. Kira Yarmysh, talskona Navalnís, segir að frystinguna og haldlagninguna megi rekja til málshöfðunar auðjöfursins Yevgeny Prigozhin gegn Navalní. Samkvæmt frétt Moscow Times vann Prigozhin mál gegn Navalní dæmdur til að greiða auðjöfrinum rúma milljón dala. Íbúð Navalní er ekki nærri því að vera svo verðmæt. Navalní má búa í íbúðinni um tíma en hann má ekki selja hana eða gefa hana, samkvæmt talskonu hans. Prigozhin er náinn bandamaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og gengur undir nafninu „kokkur Pútíns“. Hann er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Prigozhin kemur að rekstri málaliðafyrirtækisins Wagner Group sem gerir út málaliða í austurhluta Úkraínu, Sýrlandi, Líbíu og víðar. Hann hefur einnig fjármagnað Internet Research Agency, sem kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Stofnun Navalnís sem vinnur gegn spillingu í Rússlandi sakaði fyrirtæki Prigozhin um að hafa valdið blóðsóttarfaraldri meðal skólabarna í Moskvu. Faraldurinn hefði mátt rekja til máltíða frá fyrirtæki auðjöfursins. Prigozhin sagði nýverið samkvæmt Moscow Times að hann myndi hefna sín á Navalní, ef hann lifði eitrunina af. Ríkisstjórn Þýskalands segir að vísindamenn þar í landi og í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Navalní með nýrri tegund taugaeitursins Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Notkun þess þykir til marks um aðkomu yfirvalda Rússlands að eitruninni. Vesturveldin hafa krafist skýringa frá Kreml en þar segja menn að engar sannanir séu fyrir aðkomu þeirra og hafa jafnvel gefið í skyn að Navalní hafi eitrað fyrir sér sjálfur og gert það fyrir athygli. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Þjóðverjar veiti þeim ekki aðgang að þeim gögnum sem búið er að safna. Eftir að Navalní var útskrifaður í gær sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, að stjórnarandstæðingnum væri frjáls að snúa aftur til Rússlands þegar hann vildi og óskaði honum bata. Aðstandendur Navalní segja að hann muni snúa aftur til Rússlands. Ekkert annað komi til greina. Hann þurfi þó enn sem komið er að sækja læknaþjónustu í Þýskalandi. Forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) neituðu í dag að rannsaka fregnir af því að útsendarar stofnunarinnar hafi verið að elta Navalní þegar hann varð veikur í Síberíu.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36
Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53
Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54