Lífið

Sjáðu myndirnar: Opnunarhátíð RIFF í Háskólabíói

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sumir gestir mættu með grímur til að vera með sóttvarnir upp á tíu.
Sumir gestir mættu með grímur til að vera með sóttvarnir upp á tíu. Vísir/Elín Björg

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF hefst í dag. Í ár eru sýndar 110 kvikmyndir á hátíðinni frá næstum 50 löndum. Setningarathöfnin fór fram í Háskólabíó í kvöld þar sem opnunarmyndin Þriðji Póllinn var frumsýnd.

Anní Ólafsdóttir, Högni Egilsson og Andri Snær Magnason tóku vel á móti gestum á opnunarhátíð Riff 2020.Vísir/Elín Björg

Hátíðin er nú haldin í 17. sinn og stendur yfir til 4. október. Í ár verða sýndar alls 110 kvikmyndir, bæði leiknar og heimildamyndir auk fjölda stuttmynda og koma myndirnar frá alls 47 löndum.

„Þriðji póllinn er draumkennd heimildamynd um ferðalag sem ég fór í ásamt konu sem heitir Anna Tara. Við fórum til Nepal þar sem við stóðum fyrir samfélagslegri vakningu fyrir geðheilbrigði og notuðum söngva og fíla til þess að lita frásögnina lífi og ævintýri. Þetta er fantasísk stúdía um hugann og mannssálina,“ sagði Högni Egilsson, sem er önnur aðalpersóna Þriðja Pólsins, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hér fyrir neðan er hægt að fletta myndasafni frá opnun RIFF.

Systurnar Anna Margrét, Hrönn, framkvæmdastjóri RIFF, og María Hrund Marinósdætur.Vísir/Elín Björg
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt konu sinni Örnu Dögg Einarsdóttur.Vísir/Elín Björg
Vísir/Elín Björg
Vísir/Elín Björg
Vísir/Elín Björg
Vísir/Elín Björg
Dagur B. Eggertsson flutti ræðu.Vísir/Elín Björg
Vísir/Elín Björg
Tobba Marinós ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni.Vísir/Elín Björg
Vísir/Elín Björg
Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir.Vísir/Elín Björg
Anna Tara Eðwards fer með aðalhutverk í Þriðja pólnum.Vísir/Elín Björg
Högni Egilsson fer með aðalhutverk í Þriðja pólnum.Vísir/Elín Björg
Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Líney.Vísir/Elín Björg

Tengdar fréttir

Greta Thunberg og kajak í kringum Ísland

Einn aðalflokka RIFF heitir Önnur framtíð. Þar er að finna áhrifamiklar kvikmyndir er fjalla um málefni er lúta að mannréttindum og umhverfismálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×