Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 segjum við frá því að Íslendingur liggur þungt haldinn á gjörgæslu á Kanaríaeyjum með COVID-19.

Kórónuveiran er í talsverðri útbreiðslu en ríflega þrjátíu starfsmenn Landspítalans hafa greinst með veiruna. Fresta hefur þurft aðgerðum vegna þessa og ræðum við við Hlíf Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landspítalans í beinni útsendingu.

Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði.

Þá segjum við frá því að yfirlæknir á Vogi segir fleiri neyta áfengis daglega nú en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lítum við á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðin RIFF og förum í réttir.

Fréttirnar hefjast 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×