Dæmi um að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 10:36 Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34 í fyrradag. Vísir/vilhelm Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Í fyrradag var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Um var að ræða sérstakt átak sóttvarnayfirvalda í sýnatöku til að reyna að koma böndum á kórónuveiruna sem virðist í mikilli útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla var lögð á að skima fólk sem hafði þekkt einkenni Covid-19 sjúkdómsins. Rúmlega þrjú þúsund manns héldu í sýnatöku á Suðurlandsbraut 34. Um tuttugu starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta að morgni til átta að kvöldi. Fólk sem hugði á sýnatöku beið í röð sem „bylgjaðist“ um bílastæðið á Suðurlandsbrautinni. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var spurður hvort aðstæður væru tryggar með tilliti til sóttvarna og hvort sniðugt hefði verið að stefna svo mörgu veiku fólki saman á einn stað undir sama þak. „Heilsugæslan gengur þannig til verks að þau telja að þetta sé alveg tryggt. Við myndum aldrei taka neina sénsa með slíkt. Það er haldið 2 metra bili í röðinni og gengið þannig fram að það eigi ekki að vera smithætta á milli einstaklinga sem eru að koma þarna í sýnatöku.“ En hefurðu heyrt af því að fólk hafi hætt við sýnatöku á Suðurlandsbrautinni vegna sóttkvíða? „Jú við höfum heyrt um það en ekki síðustu daga. Við heyrðum aðeins af því þegar þetta var að fara meira í gang á Suðurlandsbrautinni að einhverjir væru óöruggir en við höfum ekki orðið vör við það síðustu daga að fólk hafi ekki mætt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. 23. september 2020 15:14
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33