Snillingur og furðufugl sem þoldi ekki fúskara Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 10:31 Laddi, Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns minntust Gísla Rúnars með fallegum orðum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann. Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann.
Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira