Liðslæknirinn stakk gat á lunga lykilleikmanns rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 09:31 Tyrod Taylor hefur mikla reynslu úr NFL-deildinni enda búinn að spila í henni í níu ár. Hann hefur því séð margt en þó varla það að mistök læknis komi í veg fyrir það að hann spili. Getty/ Harry How NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill. NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Leik lokið: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill.
NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Leik lokið: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Sjá meira