Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2020 21:30 Åsa Keim og Joakim Keim koma frá Gautaborg í Svíþjóð. Stöð 2/Einar Árnason. Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56