Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst leiða Viðreisn áfram. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent