Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2020 18:27 Haglabyssan sem Gunnar Jóhann mætti með heim til Gísla hálfbróður síns. Vopnasérfræðingar hafa sýnt fram á galla í byssunni. Norska lögreglan Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent