Spá Haukum næstefsta sæti: „Held að þær verði svakalegar“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 13:01 Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir komu til Hauka frá Grindavík í sumar. mynd/@haukarbasket „Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum