Körfubolti

Ásta Júlía komin aftur heim í Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásta Júlía Grímsdóttir í bikarúrslitaleiknum á móti Stjörnunni árið 2019.
Ásta Júlía Grímsdóttir í bikarúrslitaleiknum á móti Stjörnunni árið 2019. Vísir/Daníel Þór

Valskonur eru búnar að fá flottan liðstyrk fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta því Ásta Júlía Grímsdóttir mun spila með liðinu í vetur.

Körfuknattleikskonan Ásta Júlía Grímsdóttir gerði í dag tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals.

Ásta Júlía hefur undanfarið ár leikið með Houston Baptist University í Texas en var þar áður tvö tímabil í Val og varð meðal annars bikar- og Íslandsmeistari með liðinu tímabilið 2018-2019.

Ásta Júlía hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valin í æfingahóp A-landsliðsins. Hún er enn bara nítján ára gömul og hefur því svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Þessi vetur átti að vera hennar annar vetur í háskólaboltanum í Texas en vegna breyttra aðstæðna tók Ásta þá ákvörðun um að snúa aftur í Val.

Ásta Júlía var Valsliðinu mikilvæg á þrennutímabilinu 2018-19 enda mikill orkubolti á báðum endum vallarins og öflug undir körfunni. Ásta Júlía var með 7,8 stig og 6,5 fráköst að meðaltali á 21,1 mínútu í leik á því tímabili.

Ásta Júlía Grímsdóttir gerði í dag tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals. Ásta Júlía hefur undanfarið ár...

Posted by Valur Körfubolti on Miðvikudagur, 23. september 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×