Greta Thunberg og kajak í kringum Ísland Tinni Sveinsson skrifar 23. september 2020 11:01 Heimildarmyndin um transkonuna Veigu Grétarsdóttur verður lokamynd RIFF. Kvikmyndahátíðin RIFF hefst í Reykjavík á fimmtudag og stendur til 4. október. Hægt verður að fara á myndir í Bíó Paradís og Norræna húsinu en einnig verður fjöldi mynda sýndur á netinu. Einn aðalflokka hátíðarinnar heitir Önnur framtíð. Þar er að finna áhrifamiklar kvikmyndir er fjalla um málefni er lúta að mannréttindum og umhverfismálum. En það er trú aðstandenda hátíðarinnar að bíómyndir geti blásið fólki baráttuanda í brjóst, gert það víðsýnni og breytt heiminum. Daglegt líf á átakasvæðum, kajakræðarinn Veiga sem réri rangsælis í kringum Ísland og háði baráttu við sjálfa sig og náttúruöflin, matarsjálfbærni, barátta við forsvarsmenn gulliðnaðarins í S-Afríku og ólögmætt skógarhögg er meðal umræðuefna þeirra mynda er fylla flokkinn Önnur framtíð í ár. watch on YouTube Dagar mannáts/Days of Cannibalism Norðurlandafrumsýning á mynd Teboho Edkins sem kemur beint af frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Edkins fæddist í Tennessee í Bandaríkjunum árið 1980 en ólst upp í sunnanverðri Afríku og býr og starfar í Höfðaborg og Berlín. Hér segir af því hvað gerist þegar kapítalisiminn gerir innreið sína í afskekkt og strjálbýl samfélög í Sunnanverðri Afríku. Áhrifarík mynd um persónulegar fórnir, áhrif fólksflutninga og því að éta eða vera étinn. Fyrst skulum við borða/First We Eat Evrópufrumsýning á nýjustu mynd hinnar marg verðlaunuðu heimildamyndagerðarkonu Suzanne Crocker. Hún ákvað að taka þátttöku sína í umræðunni um matarsjálfbærni skrefinu lengra og bjóða fjölskyldu sinni einungis upp á heimaræktaðan mat í heilt ár. Þetta var mikil áskorun fyrir fjölskylduna sem býr í afskekktu samfélagi í Yukon héraðinu í N-Kanada. Mannleg og á köflum kómísk mynd um nútímavenjur og hversu erfitt getur verið að láta þær af hendi. Crocker var áður heimilislæknir en hefur nú framleitt heimildamyndir í rúman áratug og hlaut sú fyrsta All The Time In The World alls 22 verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim. Jóhannesarborgargull/Jozi Gold Hinn margverðlaunaði, sænski leikstjóri Fredrik Gertten sem leikstýrði m.a. Becoming Zlatan árið 2016 sendir hér frá sér grípandi mynd um skuggahliðar gulliðnaðarins í S-Afríku. Fylgst er með umhverfisaktivistanum Mariette Leifferink sem við fyrstu sýn líkist alls ekki slíkum heldur miklu frekar fínni, eldri frú sem myndi bjóða þér te og smákökur. En það eru sannarlega töggur í Mariette sem berst fyrir því að þvinga forsvarsmenn gulliðnaðarins í Suður-Afríku til að taka ábyrgð og koma í veg fyrir frekari umhverfisslys. watch on YouTube Punta Sacra Mynd í leikstjórn Francescu Mazzoleni sem vann til verðlauna á svissnesku kvikmyndahátíðinni Visions du Réel nú nýlegaVarpað er ljósi á hóp kvenna sem búa á jaðri samfélags sem er við að hverfa í úthverfi Rómar er kallast Punta Sacra. watch on YouTube Kúgunarsöngvar/Songs of repression Heimsfrumsýning á nýjustu mynd Marianna Hougen-Moraga sem hefur leikstýrt fjölda heimildamynda og hlotið verðlaun en þetta er hennar fyrsta heimildarmynd í fullri lengd. Í myndinni er kafað í sögu þýsku nýlendunnar Villa Baviera sem áður var kölluð Colonia Dignidad við rætur Andesfjalla í Síle. Fegurð staðarins er einstök en hann geymir ófagra fortíð sem tengist pyntingum og ofbeldi gagnvart börnum. watch on YouTube The Earth Is Blue As An Orange Mögnuð innsýn í daglegt líf á átakatímum. Einhleypa móðirin Anna og fjögur börn hennar búa í fresmstu víglínu átakasvæðisins Donbas í Úkraínu. Þau hafa öll ástríðu fyrir kvikmyndum og það drífur þau í að taka upp kvikmynd um eigið líf. Leikstjórinn Iryna Tsilyk er leikstjóri og rithöfundur sem hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátiðum. watch on YouTube Timbur: Að breyta leiknum leynilega/Wood: Game-changers undercover Umhverfisnjósnari kemst með krókaleiðum inn í alþjóðlegan glæpahring er stundar ólögleg timburviðskipti. Með falda myndavél að vopni tekst honum að skjalfesta keðju starfseminnar allt frá uppskeru viðsins til markaðssetningar á hinni þvegnu vöru til verslana. Þessi atburðarrás reynist hafa mikilvæg áhrif á pólitískar breytingar í þessum efnum. Leikstjórinn Monica Lazurean-Gorgan var fulltrúi framleiðanda við mynd Adina Pintili Touch Me Not sem hlaut Gullbjörninn og einnig vann hún til verðlauna á Sundance hátíðinni á þessu ári fyrir myndina Acasa, My Home. Klippa: Á móti straumnum - sýnishorn Á móti straumum/Against The Current Hátíðinni lýkur með frumsýningu á fyrstu heimildarmynd leikstjórans og lagahöfundarins Óskars Páls Sveinssonar í fullri lengd. Hér er á ferð táknræn mynd um transkonuna Veigu Grétarsdóttur sem rær á kajak í kringum Ísland rangsælis, eða á móti straumnum, í þrjá mánuði. Samhliða tekst hún á við sjálfa sig í kynleiðréttingarferlinu og gefur myndin innsýn í innri baráttu Veigu um líf eða dauða hvort sem er í lífinu sjálfu eða ein úti á kajak. Framleiðendur eru Kristín Ólafsdóttir og Pétur Einarsson. watch on YouTube Ég er Gréta/I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman. Saga Grétu er rakin á rífandi hátt frá upphafi baráttu hennar og fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu og persónulega hagi. Mögnuð mynd fyrir hugsandi fólk á öllum aldri. RIFF Menning Tengdar fréttir Ísland í brennidepli á RIFF RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Í flokknum Ísland í brennidepli er að finna kvikmyndir sem Íslendingar hafa komið að svo eftir er tekið. 15. september 2020 14:30 Átta fyrstu kvikmyndaperlurnar á RIFF kynntar 27. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF hefst í Reykjavík á fimmtudag og stendur til 4. október. Hægt verður að fara á myndir í Bíó Paradís og Norræna húsinu en einnig verður fjöldi mynda sýndur á netinu. Einn aðalflokka hátíðarinnar heitir Önnur framtíð. Þar er að finna áhrifamiklar kvikmyndir er fjalla um málefni er lúta að mannréttindum og umhverfismálum. En það er trú aðstandenda hátíðarinnar að bíómyndir geti blásið fólki baráttuanda í brjóst, gert það víðsýnni og breytt heiminum. Daglegt líf á átakasvæðum, kajakræðarinn Veiga sem réri rangsælis í kringum Ísland og háði baráttu við sjálfa sig og náttúruöflin, matarsjálfbærni, barátta við forsvarsmenn gulliðnaðarins í S-Afríku og ólögmætt skógarhögg er meðal umræðuefna þeirra mynda er fylla flokkinn Önnur framtíð í ár. watch on YouTube Dagar mannáts/Days of Cannibalism Norðurlandafrumsýning á mynd Teboho Edkins sem kemur beint af frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Edkins fæddist í Tennessee í Bandaríkjunum árið 1980 en ólst upp í sunnanverðri Afríku og býr og starfar í Höfðaborg og Berlín. Hér segir af því hvað gerist þegar kapítalisiminn gerir innreið sína í afskekkt og strjálbýl samfélög í Sunnanverðri Afríku. Áhrifarík mynd um persónulegar fórnir, áhrif fólksflutninga og því að éta eða vera étinn. Fyrst skulum við borða/First We Eat Evrópufrumsýning á nýjustu mynd hinnar marg verðlaunuðu heimildamyndagerðarkonu Suzanne Crocker. Hún ákvað að taka þátttöku sína í umræðunni um matarsjálfbærni skrefinu lengra og bjóða fjölskyldu sinni einungis upp á heimaræktaðan mat í heilt ár. Þetta var mikil áskorun fyrir fjölskylduna sem býr í afskekktu samfélagi í Yukon héraðinu í N-Kanada. Mannleg og á köflum kómísk mynd um nútímavenjur og hversu erfitt getur verið að láta þær af hendi. Crocker var áður heimilislæknir en hefur nú framleitt heimildamyndir í rúman áratug og hlaut sú fyrsta All The Time In The World alls 22 verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim. Jóhannesarborgargull/Jozi Gold Hinn margverðlaunaði, sænski leikstjóri Fredrik Gertten sem leikstýrði m.a. Becoming Zlatan árið 2016 sendir hér frá sér grípandi mynd um skuggahliðar gulliðnaðarins í S-Afríku. Fylgst er með umhverfisaktivistanum Mariette Leifferink sem við fyrstu sýn líkist alls ekki slíkum heldur miklu frekar fínni, eldri frú sem myndi bjóða þér te og smákökur. En það eru sannarlega töggur í Mariette sem berst fyrir því að þvinga forsvarsmenn gulliðnaðarins í Suður-Afríku til að taka ábyrgð og koma í veg fyrir frekari umhverfisslys. watch on YouTube Punta Sacra Mynd í leikstjórn Francescu Mazzoleni sem vann til verðlauna á svissnesku kvikmyndahátíðinni Visions du Réel nú nýlegaVarpað er ljósi á hóp kvenna sem búa á jaðri samfélags sem er við að hverfa í úthverfi Rómar er kallast Punta Sacra. watch on YouTube Kúgunarsöngvar/Songs of repression Heimsfrumsýning á nýjustu mynd Marianna Hougen-Moraga sem hefur leikstýrt fjölda heimildamynda og hlotið verðlaun en þetta er hennar fyrsta heimildarmynd í fullri lengd. Í myndinni er kafað í sögu þýsku nýlendunnar Villa Baviera sem áður var kölluð Colonia Dignidad við rætur Andesfjalla í Síle. Fegurð staðarins er einstök en hann geymir ófagra fortíð sem tengist pyntingum og ofbeldi gagnvart börnum. watch on YouTube The Earth Is Blue As An Orange Mögnuð innsýn í daglegt líf á átakatímum. Einhleypa móðirin Anna og fjögur börn hennar búa í fresmstu víglínu átakasvæðisins Donbas í Úkraínu. Þau hafa öll ástríðu fyrir kvikmyndum og það drífur þau í að taka upp kvikmynd um eigið líf. Leikstjórinn Iryna Tsilyk er leikstjóri og rithöfundur sem hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátiðum. watch on YouTube Timbur: Að breyta leiknum leynilega/Wood: Game-changers undercover Umhverfisnjósnari kemst með krókaleiðum inn í alþjóðlegan glæpahring er stundar ólögleg timburviðskipti. Með falda myndavél að vopni tekst honum að skjalfesta keðju starfseminnar allt frá uppskeru viðsins til markaðssetningar á hinni þvegnu vöru til verslana. Þessi atburðarrás reynist hafa mikilvæg áhrif á pólitískar breytingar í þessum efnum. Leikstjórinn Monica Lazurean-Gorgan var fulltrúi framleiðanda við mynd Adina Pintili Touch Me Not sem hlaut Gullbjörninn og einnig vann hún til verðlauna á Sundance hátíðinni á þessu ári fyrir myndina Acasa, My Home. Klippa: Á móti straumnum - sýnishorn Á móti straumum/Against The Current Hátíðinni lýkur með frumsýningu á fyrstu heimildarmynd leikstjórans og lagahöfundarins Óskars Páls Sveinssonar í fullri lengd. Hér er á ferð táknræn mynd um transkonuna Veigu Grétarsdóttur sem rær á kajak í kringum Ísland rangsælis, eða á móti straumnum, í þrjá mánuði. Samhliða tekst hún á við sjálfa sig í kynleiðréttingarferlinu og gefur myndin innsýn í innri baráttu Veigu um líf eða dauða hvort sem er í lífinu sjálfu eða ein úti á kajak. Framleiðendur eru Kristín Ólafsdóttir og Pétur Einarsson. watch on YouTube Ég er Gréta/I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman. Saga Grétu er rakin á rífandi hátt frá upphafi baráttu hennar og fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu og persónulega hagi. Mögnuð mynd fyrir hugsandi fólk á öllum aldri.
RIFF Menning Tengdar fréttir Ísland í brennidepli á RIFF RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Í flokknum Ísland í brennidepli er að finna kvikmyndir sem Íslendingar hafa komið að svo eftir er tekið. 15. september 2020 14:30 Átta fyrstu kvikmyndaperlurnar á RIFF kynntar 27. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ísland í brennidepli á RIFF RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Í flokknum Ísland í brennidepli er að finna kvikmyndir sem Íslendingar hafa komið að svo eftir er tekið. 15. september 2020 14:30