„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 15:47 Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi. Getty Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyssu til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári, héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Ætti engan möguleika í slag „Ég var með vasahníf á mér þegar ég var handtekinn. Hugmyndin að nota haglabyssu til að hræða hann kom bara til mín. Haglabyssan átti að lýsa alvarleika málsins,“ sagði Gunnar Jóhann. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Olsen sagði Elenu Underland, barnsmóður Gunnars Jóhanns og kærustu Gísla heitins, telja að hann ætti engan möguleika í slagsmál gegn Gísla Þór. Spurði Olsen hvort það væri ástæða þess að hann mætti til Gísla vopnaður haglabyssu. „Meðal annars þess vegna. Ég vildi hræða Gísla.“ Heilinn sendi höndinni ekki skilaboð Mette Yvonne Larsen, sem gætir hagsmuna Elenu Undeland, kærustu Gísla heitins og barnsmóður Gunnars Jóhanns, spurði Gunnar Jóhann hvort hann notaði sjálfsvígshótanir sem tól til að fá vilja sínum fram. „Ég hef enga stjórn á sjálfum mér, en ég fæ fólk ekkert til að gera það sem ég vil - þótt það líti kannski þannig út,“ sagði Gunnar. Larsen spurði þvínæst hvernig hann gæti verið svo viss um að hann hefði ekki skotið af byssunni fyrst að hann var með fingurinn á gikknum. „Heilinn sendi höndinni aldrei skilaboð um að ýta á gikkinn. Þetta var eins og bílslys. Þetta gerðist bara.“ Að drepa eða berja Larsen vísaði svo til samtala sem Gunnar hafði átt í viðurvist fólks þar sem hann hafði sagst ætla að drepa Gísla. Hann gæti þó ekki gert það heima hjá barnsmóður sinni eða nærri börnunum. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook „Allir vita hvað ég sagði. Ég hef aldrei farið í felur með það. En ég myndi aldrei gera svona,“ sagði Gunnar. Björn Andre Gulstad, verjandi Gunnars, spurði hann út í orðanotkun hans. Að drepa. „Þegar ég notaði orðið „drepa“ þá var það til að lýsa því að ég ætlaði að berja Gísla,“ sagði Gunnar. Hætti við að pósta myndum af Gísla Nokkur skilaboð sem Gunnar hafði sent Gísla voru birt í dómsal. Á meðal þeirra voru skilaboð send 17. apríl eða viku fyrir dauða Gísla. „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig,“ voru á meðal skilaboðanna. Þeim fylgdu mynd af hundi að tyggja rottu. Myndinni fylgdi texti þar sem kom fram að maður gæti ekki treyst neinum á erfiðum stundum. Jafnvel bróðir manns geti verið rotta. Þá fundust ýmsar myndir á síma Gunnars af Gísla. Meðal annars frá skírn yngsta barns Gísla. „Myndirnar voru eins og í bandarískri bíómynd. Ég vildi bara niðurlægja hann. Ég hafði hugsað mér að dreifa myndunum en stoppaði mig. Þótt ég væri reiður þá áttaði ég mig á því að það væri of mikið að fara að pósta þessum myndum.“ Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyssu til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári, héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Ætti engan möguleika í slag „Ég var með vasahníf á mér þegar ég var handtekinn. Hugmyndin að nota haglabyssu til að hræða hann kom bara til mín. Haglabyssan átti að lýsa alvarleika málsins,“ sagði Gunnar Jóhann. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. Olsen sagði Elenu Underland, barnsmóður Gunnars Jóhanns og kærustu Gísla heitins, telja að hann ætti engan möguleika í slagsmál gegn Gísla Þór. Spurði Olsen hvort það væri ástæða þess að hann mætti til Gísla vopnaður haglabyssu. „Meðal annars þess vegna. Ég vildi hræða Gísla.“ Heilinn sendi höndinni ekki skilaboð Mette Yvonne Larsen, sem gætir hagsmuna Elenu Undeland, kærustu Gísla heitins og barnsmóður Gunnars Jóhanns, spurði Gunnar Jóhann hvort hann notaði sjálfsvígshótanir sem tól til að fá vilja sínum fram. „Ég hef enga stjórn á sjálfum mér, en ég fæ fólk ekkert til að gera það sem ég vil - þótt það líti kannski þannig út,“ sagði Gunnar. Larsen spurði þvínæst hvernig hann gæti verið svo viss um að hann hefði ekki skotið af byssunni fyrst að hann var með fingurinn á gikknum. „Heilinn sendi höndinni aldrei skilaboð um að ýta á gikkinn. Þetta var eins og bílslys. Þetta gerðist bara.“ Að drepa eða berja Larsen vísaði svo til samtala sem Gunnar hafði átt í viðurvist fólks þar sem hann hafði sagst ætla að drepa Gísla. Hann gæti þó ekki gert það heima hjá barnsmóður sinni eða nærri börnunum. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook „Allir vita hvað ég sagði. Ég hef aldrei farið í felur með það. En ég myndi aldrei gera svona,“ sagði Gunnar. Björn Andre Gulstad, verjandi Gunnars, spurði hann út í orðanotkun hans. Að drepa. „Þegar ég notaði orðið „drepa“ þá var það til að lýsa því að ég ætlaði að berja Gísla,“ sagði Gunnar. Hætti við að pósta myndum af Gísla Nokkur skilaboð sem Gunnar hafði sent Gísla voru birt í dómsal. Á meðal þeirra voru skilaboð send 17. apríl eða viku fyrir dauða Gísla. „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig,“ voru á meðal skilaboðanna. Þeim fylgdu mynd af hundi að tyggja rottu. Myndinni fylgdi texti þar sem kom fram að maður gæti ekki treyst neinum á erfiðum stundum. Jafnvel bróðir manns geti verið rotta. Þá fundust ýmsar myndir á síma Gunnars af Gísla. Meðal annars frá skírn yngsta barns Gísla. „Myndirnar voru eins og í bandarískri bíómynd. Ég vildi bara niðurlægja hann. Ég hafði hugsað mér að dreifa myndunum en stoppaði mig. Þótt ég væri reiður þá áttaði ég mig á því að það væri of mikið að fara að pósta þessum myndum.“
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23
„Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39
Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30