Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 11:34 Rúmlega fimm þúsund manns búsett hér á landi eru í viðskiptum hjá Novis. Vísir/Vilhelm Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. Fjármálaeftirlitið bendir neytendum á að í ljósi bannsins sé óvissa um stöðu Novis. Hver og einn viðskiptavinur Novis verði, út frá sínum hagsmunum, að ákveða sjálfur hvort hann haldi áfram að greiða iðgjald eða ekki. Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Novis hóf sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og var fjöldi vátryggingartaka með virka samninga 5.201 við lok desember 2019. NOVIS er líftryggingafélag, sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti Seðlabanka Slóvakíu. Auk starfsemi í heimaríkinu, veitir Novis þjónustu í greinum líftrygginga gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og þjónustu án starfsstöðvar í Finnlandi, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er varða afurðir félagsins og markaðssetningu, s.s. ábendingum til neytenda um atriði er varða fjárfestingatengdar vátryggingaafurðir, tímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi og stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum Novis. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA), Seðlabanka Slóvakíu og annarra eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu gegnum samstarfsvettvang eftirlitsstjórnvalda vegna NOVIS. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS. Þær má lesa hér. Tryggingar Seðlabankinn Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. Fjármálaeftirlitið bendir neytendum á að í ljósi bannsins sé óvissa um stöðu Novis. Hver og einn viðskiptavinur Novis verði, út frá sínum hagsmunum, að ákveða sjálfur hvort hann haldi áfram að greiða iðgjald eða ekki. Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Novis hóf sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og var fjöldi vátryggingartaka með virka samninga 5.201 við lok desember 2019. NOVIS er líftryggingafélag, sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti Seðlabanka Slóvakíu. Auk starfsemi í heimaríkinu, veitir Novis þjónustu í greinum líftrygginga gegnum útibú í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og þjónustu án starfsstöðvar í Finnlandi, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er varða afurðir félagsins og markaðssetningu, s.s. ábendingum til neytenda um atriði er varða fjárfestingatengdar vátryggingaafurðir, tímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi og stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum Novis. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA), Seðlabanka Slóvakíu og annarra eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu gegnum samstarfsvettvang eftirlitsstjórnvalda vegna NOVIS. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS. Þær má lesa hér.
Tryggingar Seðlabankinn Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira