„Upplifi mig algjörlega einan í heiminum og týndan eftir gigg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2020 12:30 Bubbi Morhens ræðir við Sölva í tæplega tvær klukkustundir um ferilinn, lífið og framtíðina. Bubbi Morthens er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Í viðtalinu ræða Sölvi og Bubbi um allt milli himins og jarðar og fara meðal annars yfir það hvernig Bubbi horfir á tónleika sína í seinni tíð: „Eftir að ég varð edrú eru hverjir einustu tónleikar góðir finnst mér. Ég hef sett mér reglu um að hverjir einustu tónleikar séu upp á líf og dauða og minni mig alltaf á að þetta gætu orðið síðustu tónleikar ævi minnar. Ég fer með þetta hugarfar, auðvitað langar mig ekkert að deyja núna, en hvernig vil ég að mín verði minnst ef tónleikarnir væru mínir síðustu?,“ segir Bubbi. Bubbi segist með tíðinni hafa lært betur að skilja tilfinningarnar sem fylgja því að koma fram og gefa allt af sér: „Ég upplifi mig algjörlega týndan og einan í heiminum eftir tónleika. En ég hef lært að það er ekkert slæmt. Þetta er bara mótvægið við það hvað mér leið vel á sviðinu og hvað það var mikið að gerast í líkamanum og sálinni. Áður fyrr dópaði ég bara yfir þetta, en núna skil ég þetta. Mér finnst það núna orðin mjög góð tilfinning að koma heim eftir gigg og það eru allir sofandi og ég tengi mig bara við rýmið og veit að ég sofna ekki fyrr en eftir fjóra tíma. Ég reyni að lesa eitthvað til að róa mig niður og stundum horfi ég á eitthvað með engu hljóði eða fer út á pall og horfi á vatnið og dreg andann djúpt. Svo allt í einu kemur þreytan og þá er hún eðlileg. Þetta er bara partur af þessu öllu saman.” Óttinn Eitt af því sem Bubbi gerir til að halda orku er að hreyfa sig mikið og hann segist alltaf hafa gert það, líka þegar hann var að drekka og dópa. „Ég beit það snemma í mig að vera í góðu formi og hef alltaf verið duglegur í ræktinni. En hvötin var alltaf ótti, ótti við allan andskotann, alkóhólisma, ég var misnotaður og margt fleira. Ræktin var oft flóttaleið sem veitti mér fró og gaf mér bensín og sjálfstraust, svo var ég í neyslu, en alltaf mætti ég í ræktina og gaf aldrei eftir þar. Svo sá ég Pumping Iron með Arnold Schwarzenegger og þar voru þeir að reykja gras og ég hugsaði: ,,Nákvæmlega!” og fór að reykja gras fyrir æfingar og þá fékk maður svona rörsýn og var í nákvæmnisvinnu með vöðvana. Grasið virkaði einhvern vegin alltaf örvandi á mig, þannig að það virkaði fínt á þeim tíma. En síðan hafa forsendurnar breyst og núna tengi ég líkamsræktina við andlega rækt og almenna vellíðan og maður er farinn að horfa á það hvernig maður vill næra sig bæði líkamlega og andlega á sama tíma. Nú er það ekki lengur ótti, reiði og kvíði sem rekur mig áfram í gymminu, heldur vellíðan og hvað þetta gefur mér mikið.“ Bubbi talar líka í viðtalinu um mikilvægi þess að fá salinn til að vinna með sér þegar hann heldur tónleika. „Fyrstu þrjú lögin fara alltaf í það að skynja salinn og skynja fólkið og það er ákveðin kúnst. En eftir þrjú lög líður mér nánast alltaf eins og ég sé kominn með þetta. Þú getur alveg lent í því að salurinn tæmir þig og það má ekki gerast. Maður verður að taka salinn eins og maður sé rafmagnsbíll sem er kominn í hleðslu. Ef salurinn tæmir þig, þá missir þú fókusinn og setur athyglina á ranga staði, salurinn er svolítið eins og alda og maður verður að ,,surfa” hana hárrétt. Hjá mér virkar yfirleitt að byrja á 2 rólegum ,,feel good” lögum, en á einhverjum tímapunkti verður þú að hlaupa fólki alveg inn og þá nærðu augnasambandi við fólkið í fremstu röðunum. Þegar salurinn finnur að þér líður í alvöru vel og þú ert tengdur, þá getur þú gert hvað sem er.“ Á að halda kjafti Í viðtalinu koma Sölvi og Bubbi líka inn á stöðuna í samfélaginu núna. Bubbi segist telja að við séum að nálgast þann punkt að ekki sé lengur hægt að bjóða fólki upp á að mega ekki stunda vinnu sína. „Ég er svo heppinn að ég er á heiðurslaunum Alþingis, þannig að ég er með laun, en kollegar mínir, stærstur hluti þeirra, eru bara í frjálsu falli að verða gjaldþrota. Það eru bráðum komnir átta mánuðir án þess að hafa nokkrar tekjur. Þegar að það er sagt við einhvern: „Þú mátt ekki vinna“, sem er það sem ríkið er að gera, taka af þér lífsviðurværið, hvað á þá að gera? Þetta er alveg galið ástand. Svo er alls konar afleidd atvinnustarfsemi líka í kringum listirnar og það fólk er að missa störfin sín líka. En ef ég leyfi mér að tala um þetta að þá er bara sagt að ég eigi að halda kjafti af því að það sé verið að borga launin mín frá ríkinu.” Spurður um hvort við verðum ekki að fara að læra að lifa með faraldrinum án þess að breyta öllu segist Bubbi á þeirri skoðun. „Það gæti verið komið að þeim tímapunkti núna. Við getum ekki haldið hópum frá því að stunda atvinnu sína í eitt eða tvö ár. Það er ekki hægt. Ég held að við séum að koma að þeim tímapunkti að verða að finna lausnir.“ Sjálfur passar Bubbi sínar eigin sóttvarnir mjög vel og leggur áherslu á að hann sé á engan hátt að gera lítið úr því að fólk passi sig. „Bara í morgun þegar ég fór í ræktina. Ég spritta mig áður en ég fer inn og svo aftur inni í salnum og svo spritt á öll tækin og svo hendurnar þess á milli og svo þegar ég er búinn að æfa og svo aftur þegar ég fer út. Svona heldur dagurinn áfram, þannig að það mætti stundum halda að þessi fræga fyrirsögn: ,,Bubbi Fallinn” sé loksins að raungerast!” Bubbi er eins og flestir vita einn þekktasti tónlistarmaður Íslandssögunnar og eftir hann liggja nærri 50 hljómplötur. Í þættinum fara hann og Sölvi yfir ótrúlegan feril Bubba, nýja lífið í sveitinni, mikilvægi þess að halda sér í líkamlegu og andlegu formi, sögur af djamminu í den og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Bubbi Morthens er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Í viðtalinu ræða Sölvi og Bubbi um allt milli himins og jarðar og fara meðal annars yfir það hvernig Bubbi horfir á tónleika sína í seinni tíð: „Eftir að ég varð edrú eru hverjir einustu tónleikar góðir finnst mér. Ég hef sett mér reglu um að hverjir einustu tónleikar séu upp á líf og dauða og minni mig alltaf á að þetta gætu orðið síðustu tónleikar ævi minnar. Ég fer með þetta hugarfar, auðvitað langar mig ekkert að deyja núna, en hvernig vil ég að mín verði minnst ef tónleikarnir væru mínir síðustu?,“ segir Bubbi. Bubbi segist með tíðinni hafa lært betur að skilja tilfinningarnar sem fylgja því að koma fram og gefa allt af sér: „Ég upplifi mig algjörlega týndan og einan í heiminum eftir tónleika. En ég hef lært að það er ekkert slæmt. Þetta er bara mótvægið við það hvað mér leið vel á sviðinu og hvað það var mikið að gerast í líkamanum og sálinni. Áður fyrr dópaði ég bara yfir þetta, en núna skil ég þetta. Mér finnst það núna orðin mjög góð tilfinning að koma heim eftir gigg og það eru allir sofandi og ég tengi mig bara við rýmið og veit að ég sofna ekki fyrr en eftir fjóra tíma. Ég reyni að lesa eitthvað til að róa mig niður og stundum horfi ég á eitthvað með engu hljóði eða fer út á pall og horfi á vatnið og dreg andann djúpt. Svo allt í einu kemur þreytan og þá er hún eðlileg. Þetta er bara partur af þessu öllu saman.” Óttinn Eitt af því sem Bubbi gerir til að halda orku er að hreyfa sig mikið og hann segist alltaf hafa gert það, líka þegar hann var að drekka og dópa. „Ég beit það snemma í mig að vera í góðu formi og hef alltaf verið duglegur í ræktinni. En hvötin var alltaf ótti, ótti við allan andskotann, alkóhólisma, ég var misnotaður og margt fleira. Ræktin var oft flóttaleið sem veitti mér fró og gaf mér bensín og sjálfstraust, svo var ég í neyslu, en alltaf mætti ég í ræktina og gaf aldrei eftir þar. Svo sá ég Pumping Iron með Arnold Schwarzenegger og þar voru þeir að reykja gras og ég hugsaði: ,,Nákvæmlega!” og fór að reykja gras fyrir æfingar og þá fékk maður svona rörsýn og var í nákvæmnisvinnu með vöðvana. Grasið virkaði einhvern vegin alltaf örvandi á mig, þannig að það virkaði fínt á þeim tíma. En síðan hafa forsendurnar breyst og núna tengi ég líkamsræktina við andlega rækt og almenna vellíðan og maður er farinn að horfa á það hvernig maður vill næra sig bæði líkamlega og andlega á sama tíma. Nú er það ekki lengur ótti, reiði og kvíði sem rekur mig áfram í gymminu, heldur vellíðan og hvað þetta gefur mér mikið.“ Bubbi talar líka í viðtalinu um mikilvægi þess að fá salinn til að vinna með sér þegar hann heldur tónleika. „Fyrstu þrjú lögin fara alltaf í það að skynja salinn og skynja fólkið og það er ákveðin kúnst. En eftir þrjú lög líður mér nánast alltaf eins og ég sé kominn með þetta. Þú getur alveg lent í því að salurinn tæmir þig og það má ekki gerast. Maður verður að taka salinn eins og maður sé rafmagnsbíll sem er kominn í hleðslu. Ef salurinn tæmir þig, þá missir þú fókusinn og setur athyglina á ranga staði, salurinn er svolítið eins og alda og maður verður að ,,surfa” hana hárrétt. Hjá mér virkar yfirleitt að byrja á 2 rólegum ,,feel good” lögum, en á einhverjum tímapunkti verður þú að hlaupa fólki alveg inn og þá nærðu augnasambandi við fólkið í fremstu röðunum. Þegar salurinn finnur að þér líður í alvöru vel og þú ert tengdur, þá getur þú gert hvað sem er.“ Á að halda kjafti Í viðtalinu koma Sölvi og Bubbi líka inn á stöðuna í samfélaginu núna. Bubbi segist telja að við séum að nálgast þann punkt að ekki sé lengur hægt að bjóða fólki upp á að mega ekki stunda vinnu sína. „Ég er svo heppinn að ég er á heiðurslaunum Alþingis, þannig að ég er með laun, en kollegar mínir, stærstur hluti þeirra, eru bara í frjálsu falli að verða gjaldþrota. Það eru bráðum komnir átta mánuðir án þess að hafa nokkrar tekjur. Þegar að það er sagt við einhvern: „Þú mátt ekki vinna“, sem er það sem ríkið er að gera, taka af þér lífsviðurværið, hvað á þá að gera? Þetta er alveg galið ástand. Svo er alls konar afleidd atvinnustarfsemi líka í kringum listirnar og það fólk er að missa störfin sín líka. En ef ég leyfi mér að tala um þetta að þá er bara sagt að ég eigi að halda kjafti af því að það sé verið að borga launin mín frá ríkinu.” Spurður um hvort við verðum ekki að fara að læra að lifa með faraldrinum án þess að breyta öllu segist Bubbi á þeirri skoðun. „Það gæti verið komið að þeim tímapunkti núna. Við getum ekki haldið hópum frá því að stunda atvinnu sína í eitt eða tvö ár. Það er ekki hægt. Ég held að við séum að koma að þeim tímapunkti að verða að finna lausnir.“ Sjálfur passar Bubbi sínar eigin sóttvarnir mjög vel og leggur áherslu á að hann sé á engan hátt að gera lítið úr því að fólk passi sig. „Bara í morgun þegar ég fór í ræktina. Ég spritta mig áður en ég fer inn og svo aftur inni í salnum og svo spritt á öll tækin og svo hendurnar þess á milli og svo þegar ég er búinn að æfa og svo aftur þegar ég fer út. Svona heldur dagurinn áfram, þannig að það mætti stundum halda að þessi fræga fyrirsögn: ,,Bubbi Fallinn” sé loksins að raungerast!” Bubbi er eins og flestir vita einn þekktasti tónlistarmaður Íslandssögunnar og eftir hann liggja nærri 50 hljómplötur. Í þættinum fara hann og Sölvi yfir ótrúlegan feril Bubba, nýja lífið í sveitinni, mikilvægi þess að halda sér í líkamlegu og andlegu formi, sögur af djamminu í den og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira