Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 09:23 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina í apríl 2019 sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. Segir Gunnar að til átaka hafi komið milli bræðranna og að skotum hafi verið hleypt af fyrir slysni. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári, héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Norski staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að saksóknari hafi spurt Gunnar mikið út í ástæðu þess að hann hafi einnig tekið með sér skotfæri heim til Gísla ef ætlunin hafi einungis verið að hræða hann. „Ég var mjög reiður, en ég hélt ekki að þetta myndi enda á þennan veg.“ Tæpum tveimur mánuðum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar haft í hótunum við bæði Gísla og barnsmóður sína. Hafði Gunnar brugðist hart við fréttum af því að Gísli og barnsmóðir hans hefðu tekið saman og sagst vilja drepa bróður sinn. Tíu dögum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann. Sótti haglabyssu í fiskibát Fyrir dómi lýsti Gunnar aðdragandanum að dauða Gísla. Kom fram að ákærði hafi, aðfararnótt 27. apríl 2019, verið staddur á krá í Mehamn en eftir miðnætti haldið heim. Sagðist Gunnar hafa verið stressaður, tekið bílinn sinn og keyrt niður að höfn. Þar hafi hann sótt haglabyssu sem var um borð í einum fiskibátnum og svo haldið aftur heim til sín þar sem einn félagi hans var í heimsókn. Þegar leið á nóttina hafi Gunnar haldið að húsi bróður síns en snúið við á tröppunum þegar hann tók eftir að byssan var ekki hlaðin. Fór hann þá aðra ferð til að sækja skotfæri og sneri svo aftur. „Ég sagði félaga mínum að ég ætlaði bara að hræða [Gísla] með því að skjóta í sófann. Félagi minn sat með biblíu í höndinni. Ég tók hana af honum. Ég tók líka með mér flösku af Captain Morgan [romm], og svo hélt ég heim til Gísla bróður míns,“ sagði Gunnar í vitnastúkunni að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Reiddist við að sjá skilaboðin á Facebook Gunnar sagði ennfremur að hann hafi vonast til að koma að bróður sínum sofandi á sófanum. Áður hafði hann séð bíl bróður síns fyrir utan hjá fyrrverandi konu Gunnars, en þá vonast til að hann hafi einungis verið þar í láni. Fór hann inn í húsið. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. „Hann svaf alltaf á sófanum. En hann var ekki þar. Ég fór þá inni í gamla herbergið mitt í húsinu. Þar var tölvan hans Gísla og Facebook á skjánum. Þar las ég skilaboðin milli Gísla og fyrrverandi konu minnar þar sem þau gerðu grín að mér. Ég vissi ekki að þau gætu talað svona. Ég fékk áfall þegar ég las þetta,“ sagði Gunnar fyrir dómi. Nokkru síðar hafi svo Gísli komið heim. Gunnar hafi beðið aðeins en svo farið fram til að mæta bróður sínum. „Ég fer út með haglabyssuna og þá stendur Gísli þar nakinn á leið í sturtu.“ Gunnar kveðst svo hafa farið að gráta og spurt Gísla hvernig hann gæti hafa tekið upp samband við fyrrverandi konu hans. Sagði Gunnar fyrir dómi að Gísli hafi svo ráðist á sig og að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni. Þeir hafi slegist um vopnið og þá hafi öðru skoti verið hleypt af. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vildi fá Gísla til að fara frá Mehamn Ennfremur segir í grein iFinnmark að Gunnar hafni því að hafa óskað Gísla bana. Hótanir hans hafi ekki haft neina merkingu. „Þetta var stoltið mitt að tala. Allir sem þekkja okkur vita að ég hef ávallt elskað bróður minn. Ef einhver segir að ég hafi óskað þess að hann væri dauður, þá lýgur viðkomandi.“ Sagðist Gunnar einungis hafa viljað hræða bróður sinn og fá hann til að yfirgefa Mehamn. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Gunnar Jóhann ákærður fyrir manndráp af ásetningi Verjandi Gunnars Jóhann segir við mbl.is að honum komi á óvart að ákært sé fyrir ásetning. Rétta á yfir Gunnari Jóhanni í mars. 21. janúar 2020 22:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina í apríl 2019 sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. Segir Gunnar að til átaka hafi komið milli bræðranna og að skotum hafi verið hleypt af fyrir slysni. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska bænum Mehamn í apríl á síðasta ári, héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Norski staðarmiðillinn iFinnmark segir frá því að saksóknari hafi spurt Gunnar mikið út í ástæðu þess að hann hafi einnig tekið með sér skotfæri heim til Gísla ef ætlunin hafi einungis verið að hræða hann. „Ég var mjög reiður, en ég hélt ekki að þetta myndi enda á þennan veg.“ Tæpum tveimur mánuðum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar haft í hótunum við bæði Gísla og barnsmóður sína. Hafði Gunnar brugðist hart við fréttum af því að Gísli og barnsmóðir hans hefðu tekið saman og sagst vilja drepa bróður sinn. Tíu dögum fyrir dauða Gísla hafði Gunnar verið úrskurðaður í nálgunarbann. Sótti haglabyssu í fiskibát Fyrir dómi lýsti Gunnar aðdragandanum að dauða Gísla. Kom fram að ákærði hafi, aðfararnótt 27. apríl 2019, verið staddur á krá í Mehamn en eftir miðnætti haldið heim. Sagðist Gunnar hafa verið stressaður, tekið bílinn sinn og keyrt niður að höfn. Þar hafi hann sótt haglabyssu sem var um borð í einum fiskibátnum og svo haldið aftur heim til sín þar sem einn félagi hans var í heimsókn. Þegar leið á nóttina hafi Gunnar haldið að húsi bróður síns en snúið við á tröppunum þegar hann tók eftir að byssan var ekki hlaðin. Fór hann þá aðra ferð til að sækja skotfæri og sneri svo aftur. „Ég sagði félaga mínum að ég ætlaði bara að hræða [Gísla] með því að skjóta í sófann. Félagi minn sat með biblíu í höndinni. Ég tók hana af honum. Ég tók líka með mér flösku af Captain Morgan [romm], og svo hélt ég heim til Gísla bróður míns,“ sagði Gunnar í vitnastúkunni að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Gunnar Jóhann við veiðar.Facebook Reiddist við að sjá skilaboðin á Facebook Gunnar sagði ennfremur að hann hafi vonast til að koma að bróður sínum sofandi á sófanum. Áður hafði hann séð bíl bróður síns fyrir utan hjá fyrrverandi konu Gunnars, en þá vonast til að hann hafi einungis verið þar í láni. Fór hann inn í húsið. Gísli Þór Þórarinsson bjó í Mehamn líkt og hálfbróðirinn, Gunnar Jóhann. „Hann svaf alltaf á sófanum. En hann var ekki þar. Ég fór þá inni í gamla herbergið mitt í húsinu. Þar var tölvan hans Gísla og Facebook á skjánum. Þar las ég skilaboðin milli Gísla og fyrrverandi konu minnar þar sem þau gerðu grín að mér. Ég vissi ekki að þau gætu talað svona. Ég fékk áfall þegar ég las þetta,“ sagði Gunnar fyrir dómi. Nokkru síðar hafi svo Gísli komið heim. Gunnar hafi beðið aðeins en svo farið fram til að mæta bróður sínum. „Ég fer út með haglabyssuna og þá stendur Gísli þar nakinn á leið í sturtu.“ Gunnar kveðst svo hafa farið að gráta og spurt Gísla hvernig hann gæti hafa tekið upp samband við fyrrverandi konu hans. Sagði Gunnar fyrir dómi að Gísli hafi svo ráðist á sig og að skotinu hafi verið hleypt af fyrir slysni. Þeir hafi slegist um vopnið og þá hafi öðru skoti verið hleypt af. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vildi fá Gísla til að fara frá Mehamn Ennfremur segir í grein iFinnmark að Gunnar hafni því að hafa óskað Gísla bana. Hótanir hans hafi ekki haft neina merkingu. „Þetta var stoltið mitt að tala. Allir sem þekkja okkur vita að ég hef ávallt elskað bróður minn. Ef einhver segir að ég hafi óskað þess að hann væri dauður, þá lýgur viðkomandi.“ Sagðist Gunnar einungis hafa viljað hræða bróður sinn og fá hann til að yfirgefa Mehamn.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Gunnar Jóhann ákærður fyrir manndráp af ásetningi Verjandi Gunnars Jóhann segir við mbl.is að honum komi á óvart að ákært sé fyrir ásetning. Rétta á yfir Gunnari Jóhanni í mars. 21. janúar 2020 22:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39
Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30
Gunnar Jóhann ákærður fyrir manndráp af ásetningi Verjandi Gunnars Jóhann segir við mbl.is að honum komi á óvart að ákært sé fyrir ásetning. Rétta á yfir Gunnari Jóhanni í mars. 21. janúar 2020 22:37