Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 15:53 Navalní birti mynd af sér og konu sinni Júlíu á samfélagsmiðli í dag. Hann er að braggast eftir eitrunina en læknar segja of snemmt að meta hvort hún hafi langtímaáhrif á heilsu hans. AP/Alexei Navalní Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33
Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38