Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 15:18 Egypska fjölskyldan, hjón með fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Ekki spurt út í kynfæralimlestingar Magnús segir málsmeðferðarbrotum stjórnvalda lýst í stefnunni og þar með talið hvernig stjórnvöldum láðist að framkvæma sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Hann segir ljóst að ekki hafi verið kannað hvort móðir og dóttir, sem var tíu ára gömul þegar hún fór í viðtal hjá Útlendingastofnu, væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að yfir 90% kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu. „Engin athugun fór fram á því hvort móðir og dóttir væru fórnarlamb slíks ofbeldis eða hvort þær ættu slíkt á hættu. Útlendingastofnun tók ákvörðun í máli annarrar egypskrar fjölskyldu snemma árs 2019 og fjallaði þar ítarlega um hversu algengar kynfæralimlestingar kvenna eru í Egyptalandi en sem fyrr segir hafa yfir 90% kvenna þar í landi mátt þola slíkt ofbeldi,“ segir Magnús. Í viðkomandi máli hafi fjölskyldan fengið hæli hér á landi. Magnús minnir á að í mati á hagsmunum barna eigi meðal annars að taka tillit til félagslegs þroska, velferðar og öryggis. „Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat hafi verið framkvæmt og sé fullnægjandi þegar engin athugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kynfæralimlestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðarlega algengt?“ Hann setur stórt spurningamerki við orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í málinu. „Það er mikilvægt að skoða málin út frá hagsmunum barna og það gera auðvitað lönd sem eru aðilar að Barnasáttmálanum,“ sagði Áslaug Arna í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Trúir að málið leysist farsællega „Yfirlýsingu dómsmálaráðherra í fjölmiðlum, þess efnis að stjórnvöld hafi gætt að ákvæðum barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna í þessu máli, er alfarið vísað á bug. Hver sá sem kynnir sér málið sér að ekki var framkvæmt fullnægjandi mat á hagsmunum barnanna.“ Magnús segist hafa fulla trú á því að mál þetta leysist með farsælum hætti fyrir fjölskylduna, annaðhvort fyrir dómi eða hjá kærunefnd útlendingamála sem á enn eftir að taka afstöðu til fjögurra endurupptökubeiðna. Stefnan og beiðni um flýtimeðferð er á borði Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur. Fallist hann á flýtimeðferð gefur dómstjóri út stefnu og boðar lögmann fjölskyldunnar og ríkislögmann á sinn fund. Hafni dómstjóri beiðninni mun Magnús fara hefðbundan leið, þ.e. stefna ríkinu og fara með málið fyrir dómstóla.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35 Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fylgja eftir ábendingum um dvalarstað fjölskyldunnar Staðan á máli egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi í síðustu viku er enn óbreytt á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. 21. september 2020 11:35
Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. 16. september 2020 17:41