Aðallögreglustöð landsins er rafmagnslaus og hefur verið síðustu tvo tíma. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa gefur auga leið að starfsemin í húsinu, hvar um 300 manns starfa, er í lamasessi. Hann metur það þó svo að ekki hafi skapast hættuástand vegna þessa.
„Já, þetta setur strik í reikninginn. Heldur betur. En, það er engin hætta á ferð.“
Guðmundur Páll segir að einhverjir nái að tengja sig við netið í gegnum fartölvur en allar borðtölvur og prentarar eru úti. Og þannig öll vinnsla meira og minna.
Ekki liggur fyrir hvenær lögreglan fær rafmagn á húsið aftur, ómögulegt að segja, en það ljósavélin sem á að sjá til þess að rafmagnsleysi hrjái ekki þessa mikilvægu stofnun er í lamasessi og komin til ára sinna.
Uppfært 14:15
Í morgun var tilkynnt um að vegna bilunar hafi ekki ekki hægt að ná í Lögregluna á höfuðborgasvæðinu í gegnum s. 444-1000. Þannig er ljóst að margvíslegt óhagræði og röskun hefur fylgt rafmagnsleysinu. „Viðgerð stendur yfir. Ef erindið þolir enga bið minnum við á neyðarsímann 112.“
Í athugasemd kemur fram að 112 nái í lögregluna í gegnum tetra-talstöðvar.