Innlent

Lögreglustöðin við Hverfisgötu rafmagnslaus

Jakob Bjarnar skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu. Þar er allt rafmagnslaust og minnir ástandið helst á stöðu í einhverri hasarmynd, að stórglæpamenn hafi slegið rafmagnið af stöðinni til að bjarga þaðan út einhverjum stórhættulegum afbrotamanni. En að sögn Guðmundar Páls lögreglufulltrúa er það ekki metið svo að um hættuástand sé að ræða.
Lögreglustöðin Hverfisgötu. Þar er allt rafmagnslaust og minnir ástandið helst á stöðu í einhverri hasarmynd, að stórglæpamenn hafi slegið rafmagnið af stöðinni til að bjarga þaðan út einhverjum stórhættulegum afbrotamanni. En að sögn Guðmundar Páls lögreglufulltrúa er það ekki metið svo að um hættuástand sé að ræða. visir/vilhelm

Aðallögreglustöð landsins er rafmagnslaus og hefur verið síðustu tvo tíma. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa gefur auga leið að starfsemin í húsinu, hvar um 300 manns starfa, er í lamasessi. Hann metur það þó svo að ekki hafi skapast hættuástand vegna þessa.

„Já, þetta setur strik í reikninginn. Heldur betur. En, það er engin hætta á ferð.“

Guðmundur Páll segir að einhverjir nái að tengja sig við netið í gegnum fartölvur en allar borðtölvur og prentarar eru úti. Og þannig öll vinnsla meira og minna.

Ekki liggur fyrir hvenær lögreglan fær rafmagn á húsið aftur, ómögulegt að segja, en það ljósavélin sem á að sjá til þess að rafmagnsleysi hrjái ekki þessa mikilvægu stofnun er í lamasessi og komin til ára sinna.

Uppfært 14:15

Í morgun var tilkynnt um að vegna bilunar hafi ekki ekki hægt að ná í Lögregluna á höfuðborgasvæðinu í gegnum s. 444-1000. Þannig er ljóst að margvíslegt óhagræði og röskun hefur fylgt rafmagnsleysinu. „Viðgerð stendur yfir. Ef erindið þolir enga bið minnum við á neyðarsímann 112.“

Í athugasemd kemur fram að 112 nái í lögregluna í gegnum tetra-talstöðvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×