Aldrei leikið betra golf eftir að hann bætti á sig 20 kg af vöðvum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 09:00 Fyrir og eftir. vísir/getty Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau. Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau.
Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14