Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 07:40 Sérútbúinn bíll slökkviliðsins til Covid-flutninga sést hér á mynd, ásamt sjúkraflutningamanni. Slökkviliðið á HBS Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru þetta mun fleiri slíkir flutningar en hafa verið undanfarnar nætur. Covid-tengdir sjúkraflutningar eru þó hvorki ávísun á kórónuveirusmit sjúklingsins sem fluttur er, né innlögn inn á sjúkrahús, líkt og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum útskýrði í samtali við Vísi í sumar. „Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ sagði Már. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru líklega einn eða tveir sem fluttir voru með sérstökum Covid-viðbúnaði í nótt með staðfest kórónuveirusmit. Í hinum tilfellunum hafi verið grunur um smit. Þegar slíkur grunur er til staðar eru sjúklingar fluttir í sérútbúnum Covid-bílum og fyllstu sóttvarna gætt í hvívetna. Þá eru venjulega einn til þrír sjúkraflutningamenn í hverju útkalli eftir stöðu þess sem fluttur er. Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar samkvæmt tölum gærdagsins á Covid.is. Hvorugur þeirra hefur verið sagður alvarlega veikur. 215 eru í einangrun með veiruna á landinu en mjög hefur fjölgað í hópi smitaðra síðustu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru þetta mun fleiri slíkir flutningar en hafa verið undanfarnar nætur. Covid-tengdir sjúkraflutningar eru þó hvorki ávísun á kórónuveirusmit sjúklingsins sem fluttur er, né innlögn inn á sjúkrahús, líkt og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum útskýrði í samtali við Vísi í sumar. „Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ sagði Már. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru líklega einn eða tveir sem fluttir voru með sérstökum Covid-viðbúnaði í nótt með staðfest kórónuveirusmit. Í hinum tilfellunum hafi verið grunur um smit. Þegar slíkur grunur er til staðar eru sjúklingar fluttir í sérútbúnum Covid-bílum og fyllstu sóttvarna gætt í hvívetna. Þá eru venjulega einn til þrír sjúkraflutningamenn í hverju útkalli eftir stöðu þess sem fluttur er. Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar samkvæmt tölum gærdagsins á Covid.is. Hvorugur þeirra hefur verið sagður alvarlega veikur. 215 eru í einangrun með veiruna á landinu en mjög hefur fjölgað í hópi smitaðra síðustu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43
Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent