Man ekki eftir jafn stórum hóp heiðagæsa yfir borginni Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 18:32 Heiðagæsahópurinn sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið. „Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi. Dýr Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
„Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi.
Dýr Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira