Landamærin lokuð, en veiran blossar upp að nýju; hver er nú syndaselurinn, Kári? Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. september 2020 10:09 M.a. vegna hræðsluáróðurs skimunarpáfans var landamærum Íslands lokað 19. ágúst. Fyrir mánuði. Þetta átti að bjarga öllu gagnvart veirunni. Vera pottþétt lausn. Það var um að gera, að halda hættulegum útlendingum frá, þrátt fyrir stórskaðlegar afleiðingar á atvinnu- og mannlíf í landinu. Skítt með það. Það er gott, ef hægt er að skima sem mest. Fyrir vísindin. Meira að segja, þó að 2. alda veirunnar valdi varla sjúkdómseinkennum, hvað þá alvarlegum veikindum. Þetta er eins og létt pest hjá flestum, sem menn verða vart varir við. Skimunarmeistarinn mikli getur auðvitað kallað veiruna margvíslegum nöfnum, líka nefnt hana græna, búið til ýms vísindaleg orð og útskýringar og talað um alls kyns stökkbreytingar, svona til að sýna vísdóm sinn og speki, en það breytir ekki því, að öll afbrigði vírussins, nú í 2. bylgju, gera varla flugu mein. Undirritaður er nú í Þýzkalandi, sem hefur þurft að komast af án spámannsins mikla, sem Ísland á - kannske er það lán Þjóðverja - en hérna er staðan þessi: -Allir ganga með grímur, þegar þeir eru innan um aðra, einkum í lokuðum rýmum -Samkomutakmarkanir virðast víðast hvar 500 manns -Fjarlægðar milli manna og hreinlætis er vel gætt af flestum -Þegar menn eru undir beru loftir eða sestir við borð á veitingastað, taka menn grímu ofan -Þegnar 25 þjóða mega koma til landsins frjálslega, hindrunarlaust og án skimana á landamærum -Í 1. bylgju, í marz-maí, létust, þegar mest var, nær 300 manns á dag, nú í 2. bylgju, er dagleg dánartala 0-10 (af 83 milljón manna þjóð) -Landsframleiðsla, sem fyrst var talið, að myndi dragast saman um allt að 9%, hefur nú verið leiðrétt í 5-6% samdrátt; atvinnlífið er að taka við sér af fullum krafti -Fjölgun smita hér er, þessa dagana, hlutfallslega vel undir helmingi af því, sem gerizt á Íslandi. Varðandi ferðafrelsi, er afstaða Þjóðverja þessi: Skv. ESB- og EES samningunum, ber þeim að virða fjórfrelsið, þ.á.m. ferðafrelsið, einkum gagnvart þeim, sem eru með þeim í Schengen-samkomulaginu, eftir fremsta megni, af yfirvegun og samkvæmt meðalhófsreglunni. Þegar afstaða er tekin til þess, hverjir hafa megi frjálsan og óhindraðan aðgang að landinu, er miðað við, að þær þjóðir, sem hafa jafn góð eða betri tök á útbreiðslu veirunnar, og þeir sjálfir, megi koma hindrunarlaust og án skimana. Er hér bæði miðað við skynsemi, skuldbindingar skv. samningum og velvild til vinaþjóða; sama eða betri blanda smitaðra og ósmitaðra komumanna á ekki að breyta þessu hlufalli meðal heimamanna. Þegnar þessara þjóða mega koma frjálslega og skimunarlaust til Þýzkalands í stöðunni: Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Monakó, Noregur, Póland, Portúgal, San Marinó, Svíþjóð, Slóvakía, Slóvenía, Vatíkanið, auk Englands, Skotlands og Norður Írlands. Ef við myndum innleiða sömu stefnu gagnvart öðrum þjóðum, myndi það eflaust endurræsa flestar þær aflvélar þjóðfélagsins, sem nú hefur verið drepið á, ekki bara ferðaþjónustuna og flest, sem henni tengist, heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Jafnvel þrengri hringur, eins og ferðafrelsi fyrir hin Norðurlöndin 4 og Þýzkaland, myndi sennilega endurlífga ferðaþjónustuna að nokkru leyti og halda henni gangandi á hálfum dampi, þar til betur árar. Það er kominn tími til, að mönnum, sem stjórnast af þröngsýni og öfgum, kannske líka stórfelldum eiginhagsmunum, sé ýtt til hliðar við stjórnun COVID-19 mála á Íslandi. Og, þó fyrr hefði verið. Menn verða að líta til heildarmyndarinnar, ekki bara hluta hennar, ef beztur mögulegur heildarárangur á að nást við stjórnun þessara COVID-19 mála! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Þegar tjaldið lyftist... Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. 13. september 2020 20:00 Með tjald fyrir augunum Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. 14. september 2020 18:28 Svar við svari; Kári minn,... ...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. 15. september 2020 15:00 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
M.a. vegna hræðsluáróðurs skimunarpáfans var landamærum Íslands lokað 19. ágúst. Fyrir mánuði. Þetta átti að bjarga öllu gagnvart veirunni. Vera pottþétt lausn. Það var um að gera, að halda hættulegum útlendingum frá, þrátt fyrir stórskaðlegar afleiðingar á atvinnu- og mannlíf í landinu. Skítt með það. Það er gott, ef hægt er að skima sem mest. Fyrir vísindin. Meira að segja, þó að 2. alda veirunnar valdi varla sjúkdómseinkennum, hvað þá alvarlegum veikindum. Þetta er eins og létt pest hjá flestum, sem menn verða vart varir við. Skimunarmeistarinn mikli getur auðvitað kallað veiruna margvíslegum nöfnum, líka nefnt hana græna, búið til ýms vísindaleg orð og útskýringar og talað um alls kyns stökkbreytingar, svona til að sýna vísdóm sinn og speki, en það breytir ekki því, að öll afbrigði vírussins, nú í 2. bylgju, gera varla flugu mein. Undirritaður er nú í Þýzkalandi, sem hefur þurft að komast af án spámannsins mikla, sem Ísland á - kannske er það lán Þjóðverja - en hérna er staðan þessi: -Allir ganga með grímur, þegar þeir eru innan um aðra, einkum í lokuðum rýmum -Samkomutakmarkanir virðast víðast hvar 500 manns -Fjarlægðar milli manna og hreinlætis er vel gætt af flestum -Þegar menn eru undir beru loftir eða sestir við borð á veitingastað, taka menn grímu ofan -Þegnar 25 þjóða mega koma til landsins frjálslega, hindrunarlaust og án skimana á landamærum -Í 1. bylgju, í marz-maí, létust, þegar mest var, nær 300 manns á dag, nú í 2. bylgju, er dagleg dánartala 0-10 (af 83 milljón manna þjóð) -Landsframleiðsla, sem fyrst var talið, að myndi dragast saman um allt að 9%, hefur nú verið leiðrétt í 5-6% samdrátt; atvinnlífið er að taka við sér af fullum krafti -Fjölgun smita hér er, þessa dagana, hlutfallslega vel undir helmingi af því, sem gerizt á Íslandi. Varðandi ferðafrelsi, er afstaða Þjóðverja þessi: Skv. ESB- og EES samningunum, ber þeim að virða fjórfrelsið, þ.á.m. ferðafrelsið, einkum gagnvart þeim, sem eru með þeim í Schengen-samkomulaginu, eftir fremsta megni, af yfirvegun og samkvæmt meðalhófsreglunni. Þegar afstaða er tekin til þess, hverjir hafa megi frjálsan og óhindraðan aðgang að landinu, er miðað við, að þær þjóðir, sem hafa jafn góð eða betri tök á útbreiðslu veirunnar, og þeir sjálfir, megi koma hindrunarlaust og án skimana. Er hér bæði miðað við skynsemi, skuldbindingar skv. samningum og velvild til vinaþjóða; sama eða betri blanda smitaðra og ósmitaðra komumanna á ekki að breyta þessu hlufalli meðal heimamanna. Þegnar þessara þjóða mega koma frjálslega og skimunarlaust til Þýzkalands í stöðunni: Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Monakó, Noregur, Póland, Portúgal, San Marinó, Svíþjóð, Slóvakía, Slóvenía, Vatíkanið, auk Englands, Skotlands og Norður Írlands. Ef við myndum innleiða sömu stefnu gagnvart öðrum þjóðum, myndi það eflaust endurræsa flestar þær aflvélar þjóðfélagsins, sem nú hefur verið drepið á, ekki bara ferðaþjónustuna og flest, sem henni tengist, heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Jafnvel þrengri hringur, eins og ferðafrelsi fyrir hin Norðurlöndin 4 og Þýzkaland, myndi sennilega endurlífga ferðaþjónustuna að nokkru leyti og halda henni gangandi á hálfum dampi, þar til betur árar. Það er kominn tími til, að mönnum, sem stjórnast af þröngsýni og öfgum, kannske líka stórfelldum eiginhagsmunum, sé ýtt til hliðar við stjórnun COVID-19 mála á Íslandi. Og, þó fyrr hefði verið. Menn verða að líta til heildarmyndarinnar, ekki bara hluta hennar, ef beztur mögulegur heildarárangur á að nást við stjórnun þessara COVID-19 mála!
Þegar tjaldið lyftist... Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. 13. september 2020 20:00
Með tjald fyrir augunum Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. 14. september 2020 18:28
Svar við svari; Kári minn,... ...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. 15. september 2020 15:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun