Eurovision 2021 skal fara fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 20:04 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir hönd Íslands í ár. Eins og svo mörgu öðru var keppninni aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Mynd/Mummi Lú Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt. Eurovision Holland Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt.
Eurovision Holland Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira