Thomas leiðir eftir besta hring frá upphafi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 23:16 Justin Thomas og Tiger Woods voru samferða á fyrsta hring í dag. Tiger átti ekki alveg jafn góðan hring og Thomas. Gregory Shamus/Getty Images Opna bandaríska meistaramótið fór af stað með látum. Justin Thomas leiðir eftir fyrsta hring. Er þetta í 120. skipti sem mótið fer fram og aldrei hefur neinn fengið lægra skor en Thomas gerði í dag. Tiger Woods hefur talað um hvað Winged Foot er erfiður völlur fyrir kylfinga hvaðan að úr heiminum. Það voru þó nokkrir sem áttu afbragðshring í dag og þeirra bestur var Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas. Hann er sem stendur í þriðja sæti heimslistans og sýndi af hverju í dag. .@JustinThomas34 has relished his competitive rounds with 15-time major champion @TigerWoods at Winged Foot.— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) September 17, 2020 Thomas fór hringinn á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk sex fugla og einn skolla á þeim 18 holum sem hann lék í dag. Allar aðrar lék hann á pari. The lowest score ever recorded in a U.S. Open at Winged Foot.@JustinThomas34 leads the way with a 5-under 65. pic.twitter.com/XoLzbMRAai— PGA TOUR (@PGATOUR) September 17, 2020 Það er mjög stutt í næstu menn en Belginn Thomas Pieters ásamt Bandaríkjamönnunum Patrick Reed og Matthew Wolff léku allir á fjórum höggum undir pari. Þá eru Norður-Írarnir Rory McIlroy og Lee Westwood ásamt Bandaríkjamanninum Xander Schauffele jafnir í fimmta sæti á þremur höggum undir pari. Tiger Woods hefur átt betri hringi en hann lék á þremur höggum yfir pari og er jafn 16 öðrum kylfingum í 70. sæti mótsins sem stendur. Unreal. @ZachJohnsonPGA can't believe it, either. pic.twitter.com/eZ2zzPtzXw— PGA TOUR (@PGATOUR) September 17, 2020 Golf Opna bandaríska Tengdar fréttir Opna bandaríska hafið á velli sem Tiger segir einn af þremur erfiðustu í heimi Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst í dag á hinum alræmda Winged Foot velli í New York. 17. september 2020 14:15 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið fór af stað með látum. Justin Thomas leiðir eftir fyrsta hring. Er þetta í 120. skipti sem mótið fer fram og aldrei hefur neinn fengið lægra skor en Thomas gerði í dag. Tiger Woods hefur talað um hvað Winged Foot er erfiður völlur fyrir kylfinga hvaðan að úr heiminum. Það voru þó nokkrir sem áttu afbragðshring í dag og þeirra bestur var Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas. Hann er sem stendur í þriðja sæti heimslistans og sýndi af hverju í dag. .@JustinThomas34 has relished his competitive rounds with 15-time major champion @TigerWoods at Winged Foot.— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) September 17, 2020 Thomas fór hringinn á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk sex fugla og einn skolla á þeim 18 holum sem hann lék í dag. Allar aðrar lék hann á pari. The lowest score ever recorded in a U.S. Open at Winged Foot.@JustinThomas34 leads the way with a 5-under 65. pic.twitter.com/XoLzbMRAai— PGA TOUR (@PGATOUR) September 17, 2020 Það er mjög stutt í næstu menn en Belginn Thomas Pieters ásamt Bandaríkjamönnunum Patrick Reed og Matthew Wolff léku allir á fjórum höggum undir pari. Þá eru Norður-Írarnir Rory McIlroy og Lee Westwood ásamt Bandaríkjamanninum Xander Schauffele jafnir í fimmta sæti á þremur höggum undir pari. Tiger Woods hefur átt betri hringi en hann lék á þremur höggum yfir pari og er jafn 16 öðrum kylfingum í 70. sæti mótsins sem stendur. Unreal. @ZachJohnsonPGA can't believe it, either. pic.twitter.com/eZ2zzPtzXw— PGA TOUR (@PGATOUR) September 17, 2020
Golf Opna bandaríska Tengdar fréttir Opna bandaríska hafið á velli sem Tiger segir einn af þremur erfiðustu í heimi Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst í dag á hinum alræmda Winged Foot velli í New York. 17. september 2020 14:15 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Opna bandaríska hafið á velli sem Tiger segir einn af þremur erfiðustu í heimi Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst í dag á hinum alræmda Winged Foot velli í New York. 17. september 2020 14:15