Aldrei greitt hér tekjuskatt Freyr Frostason skrifar 17. september 2020 15:30 „Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun