Litríkur hringur hjá Guðrúnu Brá í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 14:20 Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk sjö skolla í dag. Mynd/GSÍmyndir/SETH Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu í Prag í dag. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði annan hringinn á 77 höggum eða á fimm höggum yfir pari.Guðrún Brá var á einu höggi undir pari eftir fyrsta hringinn og spilaði því á sex höggum meira í dag en í gær. Guðrún Brá fékk þó vara einum fugl meira í gær (3) en í dag (2). Það var hins vegar nóg af skollum en þeir urðu alls sjö talsins á hringnum. Guðrún Brá er þar með á fjórum höggum yfir pari eftir 36 holur. Hún er eins og er í 21. sæti.Cara Gainer er í forystu á sjö höggum undir pari en alls hafa níu kylfingar spilað fyrstu tvo hringina á undir pari. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss. Golf Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu í Prag í dag. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði annan hringinn á 77 höggum eða á fimm höggum yfir pari.Guðrún Brá var á einu höggi undir pari eftir fyrsta hringinn og spilaði því á sex höggum meira í dag en í gær. Guðrún Brá fékk þó vara einum fugl meira í gær (3) en í dag (2). Það var hins vegar nóg af skollum en þeir urðu alls sjö talsins á hringnum. Guðrún Brá er þar með á fjórum höggum yfir pari eftir 36 holur. Hún er eins og er í 21. sæti.Cara Gainer er í forystu á sjö höggum undir pari en alls hafa níu kylfingar spilað fyrstu tvo hringina á undir pari. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss.
Golf Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira