„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2020 07:01 Georg Holm er bassaleikaru Sigur Rósar. Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn og frekar hæglátur. Georg settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk og úr varð yfir tveggja klukkustunda spjall. Hljóðkirkjan er hlaðvarpsveita sem býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Töluvert hefur verið fjallað um skattamál Sigur Rósar í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár en tónlistarmennirnir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ segir Georg. Georg segist í ekki vita hvað endurskoðandi sveitarinnar hafi í raun verið að gera í sínu starfi. Vorum til í allt „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg og bætir við að þegar málið var komið í kæruferli fóru meðlimir bandsins strax í það að ráða inn nýjan endurskoðanda og reyna setla málið. „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Hann segir að málinu hafi verið vísað frá í Héraði og landsréttur sneri því við. Svo málið er enn í gangi og hefur staðið yfir í um fimm ár. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg segir það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnanna. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“
Sigur Rós Snæbjörn talar við fólk Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein