Viðurkenna að uppsagnir flugfreyja hafi brotið í bága við samskiptareglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 13:23 Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm/Samsett Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Icelandair Group, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ harma það að öllum starfandi flugfreyjum Icelandair hafi verið sagt upp hjá félaginu í júlí. Uppsagnirnar hafi ekki verið í „samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa“. Þá sé deilum félaganna vegna málsins hér með lokið. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að öll félögin séu sammála um að lögmæt og rétt viðbrögð atvinnurekenda og stéttarfélaga í erfiðum og langdregnum kjaradeilum eigi að fara eftir þeim leikreglum og lögum sem gilda í samskiptum aðila vinnumarkaðar. Uppsagnirnar sem Icelandair greip til í júlí með stuðningi SA, þegar félagið taldi vonlaust að ná árangri í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, hafi ekki verið í samræmi við þessar reglur. Icelandair telji nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns. Icelandair, SA, FFÍ og ASÍ muni leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og hyggist leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín á milli. Hér með séu félögin sammála um að öllum deilum milli þeirra, þ.e. um þá atburði sem áttu sér stað í samskiptum þeirra daginn sem flugfreyjunum var sagt upp, sé lokið og að enginn hlutaðeigandi muni gera kröfur á annan vegna þeirra. Undir yfirlýsinguna rita Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Icelandair sleit kjaraviðræðum við FFÍ og sagði upp öllum flugfreyjum félagsins þann 17. Júlí síðastliðinn. Alþýðusambandið, FFÍ og forkólfar í verkalýðshreyfingunni fordæmdu ákvörðunina í kjölfarið. Uppsagnirnar voru að endingu dregnar til baka og nýr kjarasamningur FFÍ og Icelandair samþykktur.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03
Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu. 6. ágúst 2020 14:13
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21