Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 21:35 Maria Kolesnikova er ein þeirra kvenna sem bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó. Vísir/AP Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06