Guðrún Brá á undir pari í Prag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 13:16 Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að spila í Evrópu þessa dagana. Mynd/GSÍmyndir/SETH Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ofarlega eftir fyrsta daginn á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem fram fer í Prag í Tékklandi. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er eins og er í áttunda sæti. Guðrún Brá fékk þrjá fugla á hringnum. Guðrún Brá fékk skolla á annarri og níundu holu en fékk fugla á tveimur holum í röð á fyrri níu (fjórðu og fimmtu) og svo á þeirri þrettándu. Guðrún Brá er fjórum höggum á eftir hinni slóvensku Pia Babnik sem er í efsta sætinu. Finninn Tiia Koivisto og Svíinn Sarah Nilsson eru báðar á fjórum höggum undir pari. Guðrún Brá náði sínum besta árangri á þessari mótaröð á Flumserberg mótinu sem fram fór í byrjun september. Þar endaði hún í 14. sæti. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ofarlega eftir fyrsta daginn á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem fram fer í Prag í Tékklandi. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er eins og er í áttunda sæti. Guðrún Brá fékk þrjá fugla á hringnum. Guðrún Brá fékk skolla á annarri og níundu holu en fékk fugla á tveimur holum í röð á fyrri níu (fjórðu og fimmtu) og svo á þeirri þrettándu. Guðrún Brá er fjórum höggum á eftir hinni slóvensku Pia Babnik sem er í efsta sætinu. Finninn Tiia Koivisto og Svíinn Sarah Nilsson eru báðar á fjórum höggum undir pari. Guðrún Brá náði sínum besta árangri á þessari mótaröð á Flumserberg mótinu sem fram fór í byrjun september. Þar endaði hún í 14. sæti. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira