Margrét Lára gefur „síðustu treyjuna í síðasta leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir átti magnaðan sextán ára feril með íslenska landsliðinu frá 2003 til 2019. Vísir/Bára Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin. EM 2021 í Englandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira