Hvar er frjálslyndið? Starri Reynisson skrifar 15. september 2020 22:00 Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Starri Reynisson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun