Varahéraðssaksóknari og lögreglustjóri Vesturlands vilja á Suðurnesin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 19:16 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er á meðal umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson Lögreglan Vistaskipti Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson
Lögreglan Vistaskipti Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira