Hundruð mótmæla á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2020 16:24 Frá Austurvelli um klukkan 16:40. Vísir/Vilhelm Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. Um tvö hundruð manns voru saman komin á Austurvelli upp úr klukkan 16. Síðan þá hefur fjölgað í hópi mótmælenda.Vísir/Vilhelm Í morgun komu nokkrir saman og mótmæltu við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundaði. Þá mótmælti kona á áttræðisaldri við dómsmálaráðuneytið eftir hádegið. Mótmælin á Austurvelli hófust klukkan fjögur. Heiða oft kennd við hljómsveitina Unun er á meðal mótmælenda og með gítar í hönd.Vísir/Vilhelm Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Mótmælendur eru sumir hverjir með trommur og kúabjöllur.Vísir/Vilhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Nokkrir mótmælendur eru með borða eða skilti.Vísir/Vilhelm Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Sum skilaboðin eru á íslensku og ensku.Vísir/Vilhelm Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lýtur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lýtur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Gjallarhorn kemur að góðum notum til að ná til fjöldans.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira