Kári áfram hjá Haukum: „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 10:47 Kári Jónsson í leik með Haukum í Domino´s deildinni. Vísir/Bára Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020 Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson er ekki á förum frá uppeldisfélaginu sínu eins og hann ýjaði að á dögunum. Haukarnir tilkynntu í dag að félagið sé búið að semja aftur við þennan frábæra leikmann og verður hann því með Haukum í Domino´s deild karla í vetur. Kári Jónsson sagði frá því í síðustu viku að hann væri með lausan samning og það kæmi alveg til greina að semja við annað íslenskt lið en Hauka. Haukarnir hafa greinilega passað upp á að það gerðist ekki því Kári hefur nú fengið nýjan samning hjá félaginu. Í tilkynningu Hauka kemur fram að búist hafi verið við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði, gengu ekki upp. Kári var að glíma við meiðsli fyrir síðustu leiktíð en var að komast á skrið þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar. Á síðasta tímabili var Kári með 17,0 stig, 3,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja.“ sagði Kári Jónsson í fréttatilkynningu Hauka. Þjálfarinn Israel Martin var líka ánægður með það að halda Kára. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur,“ sagði Israel Martin. Bragi Magnússon, formaður deildarinnar, sagði að Kári Jónsson hefði góð áhrif á liðið alveg sama frá hvaða sjónarhorni er litið og væri mikill leiðtogi innan hópsins. „Þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ sagði Bragi að lokum. Kári áfram hjá Haukum Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í Domino s deildinni í vetur. Eru...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 15. september 2020
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira