Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 08:41 Alexei Navalní dvelur nú á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. EPA Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“ Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54